fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Skjólstæðingur Brynjólfs sætir pyndingum – „Forstjóri Útlendingastofnunar hefur alið á óstjórn innan stofnunarinnar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. október 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Sveinn Ívarsson, löglærður talsmaður ungs hælisleitanda frá Kamerún, fer hörðum orðum um vinnubrögð Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála í fréttatilkynningu sem hann hefur sent til fjölmiðla. Skjólstæðingur Brynjólfs sótti um alþjóðlega vernd hér á landi „eftir að hafa verið dreginn í dilk með herskáum aðskilnaðarsinnum í enskumælandi hluta Kamerún sem er átakasvæði þar sem þarlendur her fremur iðulega alvarleg mannréttindabrot í baráttu sinni gegn enskumælandi aðskilnaðarsinnum. Skjólstæðingur minn var eftirlýstur þar í landi og var handtekinn og mátti þoli ítrekaðar barsmíðar í fangelsi,“ segir í tilkynningunni.

Fjölskylda unga mannsins frelsaði hann úr fangelsinu í Kamerún með mútum til yfirmanna þess og aflaði hann sér vegabréfsáritunar til Möltu vegna náms. Hann hélt hins vegar til Íslands og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Segir Brynjólfur að maðurinn hafi enn verið lemstraður eftir misþyrmingar í fangelsinu er hann kom hingað til lands þó var Dyflinnarreglugerðinni beitt í máli hans og hann sendur til Möltu.

Brynjólfur segir að Útlendingastofnun hafi haft í höndunum upplýsingar um Möltu sem sýndu að eftirfarandi væri fyrirsjáanlegt ef skjólstæðingur hans yrði sendur þangað: Hann yrði umsvifalaust hnepptur í varðhald, myndi ekki njóta aðstoðar lögmanns og hugsanlega verða sendur aftur til heimaríkisins, Kamerún.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra flutti manninn til Möltu og þremur dögum síðar var honum brottvísað þaðan til Kamerún, þar sem hann var handtekinn og þurfti öðru sinni að sæta barsmíðum og pyndingum í alræmdu fangelsi þar í landi.

Segir brotið gegn grundvallarreglu

„Um er að ræða bersýnilegt brot Íslands gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum á sviði mannréttindamála. Þá er líka ljóst að Malta hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Íslandi,“ segir Brynjólfur í tölvupósti með tilkynningunni.

Í tilkynningunni segir hann:

„Telja verði einsýnt að kærunefnd útlendingamála hafi með úrskurði sínum brotið gegn grundvallarreglunni um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, sbr. 1. mgr. sbr. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga sem og 1. mgr. 3. gr. Samningsins gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, sbr. lög nr. 19/1996.

Þar með er ekki einu sinni öll sagan sögð. Því eftir að íslensk stjórnvöld komu á því ólöglega ástandi að vísa skjólstæðingi mínum til heimaríkis þá hafa þau virt að vettugi skyldur sínar til þess að aflétta því. Framangreint tómlæti Útlendingastofnunnar, kærunefndar útlendingamála og dómsmálaráðherra feli jafnframt í sér áframhaldandi brot gegn þeim jákvæðu forvarnar- og rannsóknarskyldum er nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum telur leiða af samningnum.“

Hafa Brynjólfur og skjólstæðingur hans afráðið að kvarta yfir framgöngu íslenskra stjórnvalda tl nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.

Forstjórinn ali á óstjórn

Í tilkynningunni fer Brynjólfur hörðum orðum um Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, en hún hefur gegnt starfinu síðan árið 2010. Á langri og glæstri ferilskrá hennar má sjá að hún var um tíma sýslumaður og lögreglustjóri á Hólmavík, og vísar Brynjólfur til þess er hann ritar:

„Að mínu mati er þetta hræðilega mál fyrirsjáanleg afleiðing þess að gera fyrrverandi lögreglustjóran á Hólmavík að forstjóra Útlendingastofnunnar. Forstjóri Útlendingastofnunnar hefur alið á óstjórn innan stofnunarinnar sem hefur grafið undan getu stofnunarinnar til þess að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Breytingar á skipan kærunefnd útlendingamála, og þá einkum skipanir nefndarmanna úr hirð forstjóra Útlendingastofnunnar hafi stefnt að því að þyrma stofnuninni við raunverulegu aðhaldi. Hver furðuúrskurðurinn reki annan hjá kærunefnd útlendingamála og það stefni í að hún geri Ísland að atlægi á alþjóðavettvangi.“

Stofnunin taldi sér ekki fært að rannsaka ásakanir um pyndingar

Brynjólfur rekur málsferilinn í tilkynningu sinni og segir Útlendingastofnun hafi skorast undan starfskyldum sínum með því að víkja sér undan því að rannsaka ásakanir mannsins um að hann hefði sætt pyndingum í heimalandinu. Í úrskurði sínum segir Útlendingstofnun að umsækjandi segist hafa orðið fyrir ólögmætri frelsissviptingu og pyntingum í heimalandi sínu. Segist stofnunin ekki geta staðreynt þá frásögn en það sé ekki útilokað að umsækjandinn hafi upplifað atburði sem hafi haft áhrif á líðan hans og heilsu. Engu að síður er það niðurstaðan að stofnunin lítur ekki svo á að umsækjandinn sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu eins og hún er skilgreind í útlendingalögum.

Um þetta segir Brynjólfur:

„Undirritaður telur Útlendingastofnun hreinlega skorast undan starfskyldum sínum. Samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga beri stofnuninni að sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Þá er mat stofnunarinnar á sönnunargögnum fullkomlega óverjandi þar sem tilgreindur er fjöldi gagna sem bera með sér að skjólstæðingur minn hafi orðið fyrir pyndingum en niðurstaðan virðist ráðast alfarið aðf því að Útlendingastofnun sjái bara ekkert fært að rannsaka mál út frá fyrirliggjandi sönnunargögnum … þrátt fyrir að það sé hennar helsta starf við rannsókn umsókna um alþjóðlega vernd.“

Töldu manninn ekkert hafa að óttast á Möltu

Brynjólfur rekur málið mjög ítarlega í tilkynningu sinni og verða henni ekki gerð full skil hér, en eitt af því sem hann drepur á er að í ákvörðun sinni um að synja manninum um vernd þá taldi stofnunin ekkert benda til þess að maðurinn fengi ekki vandaða umfjöllun á Möltu. Engin gögn bendi til þess að maðurinn fengi slæma meðferð á Möltu eða að maltnesk yfirvöld standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar varðandi mannréttindi.

Niðurstaðan varð engu að síður sú að þremur dögum eftir brottvísunina til Möltu var manninum brottvísað þaðan til heimalandsins þar sem hann hlaut skelfilega meðferð eins og áður hefur komið fram.

Brynjólfur segir að þessi illu örlög mannsins séu afleiðing af slæmri stjórnsýslu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Telur hann að sterk rök hnígi til þess að Ísland hafi með þessu gerst brotlegt við samninginn gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Vandaðir stjórnsýsluhættir gætu hafa komið í veg fyrir þetta en kærunefnd útlendingamála hafi brugðist ekki síður en Útlendingastofnun.

„Að mati undirritaðs er hin umþrætti úrskurður einfaldlega skammarlegur og fallinn til þess að draga verulega í efa hvort nefndarmenn hjá kærunefnd útlendingamála valdi á annað borð starfi sínu. Einsýnt sé að úrskurðurinn sé ólögmætur en hvorki nefndin né dómsmálaráðherra virðist telja sér skylt að bregðast við því,“ segir Brynólfur ennfremur, en fram kemur í tilkynningunni að dómsmálaráðherra hafi ekki svarað skjólstæðingi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Í gær

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sósíalistar argir út af friðarverðlaunum Nóbels – „Machado er ekki friðarsinni“

Sósíalistar argir út af friðarverðlaunum Nóbels – „Machado er ekki friðarsinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réðist á tvö börn á kjúklingastað í Reykjavík – „Lítið sem ekkert tilefni“

Réðist á tvö börn á kjúklingastað í Reykjavík – „Lítið sem ekkert tilefni“