fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Sósíalistar argir út af friðarverðlaunum Nóbels – „Machado er ekki friðarsinni“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. október 2025 19:30

Jökull, Karl Héðinn og Guðmundur Hrafn eru ekki sáttir við val Nóbelsnefndarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir fagna því að María Corina Machado, stjórnarandstæður í Venesúela, hafi hlotið friðarverðlaun Nóbels. En hér á Íslandi eru margir Sósíalistar ósáttir við valið.

Einkavæði olíuna

Karl Héðinn Kristjánsson, ritari framkvæmdastjórnar flokksins, er einn af þeim sem er ósáttur við valið.

„Þessi kona styður Ísrael og vill einkavæða olíu Venesúela, færa bandarískum stórfyrirtækjum olíuna og hún er enginn friðarsinni,“ segir hann í athugasemd við færslu Egils Helgasonar sem fagnar útnefningu Machado. Karl Héðinn segir að sænski aktívistinn Greta Thunberg hefði átt að fá verðlaunin.

Kapítalískt einræði

Undir þetta tekur Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna sem hefur verið í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn.

„Vestræn ríki eru friðlaus yfir því að stjórnvöld í Venesúela vilja ekki lúta heimsvaldastefnu USA þar sem þau eru bæði and-kapitalísk og vilja samfélagsnýta auðlindir landsins í þágu fólksins,“ segir Guðmundur Hrafn. „Stjórnvöld í Venesúela hafa verið undir látlausum árasum frá vestrænum ríkjum vegna þess að þau vilja jafnari drefingu auðsins og sósíalískt þjóðskipulag. Það hefur verið einbeitt stefna USA að koma í veg að þeim takist það, þar sem það ógnar stöðu vesturveldanna og því kapítalíska einræði sem þau stunda.“

Skipuleggi árás á Venesúela

Annar frambjóðandi Sósíalistaflokksins, Jökull Sólberg Auðunsson, segir kaldhæðnislegt að Nóbelsnefndin hafi veitt Machado verðlaunin. Verið sé að nota verðlaunin sem pólitískt verkfæri til að veita þeim sem ganga erinda vestrænna stórvelda og alþjóðafjármagns mannúðlegan stimpil.

Sjá einnig:

María fær friðarverðlaun Nóbels

„Machado er ekki friðarsinni. Hún er talsmaður erlendrar íhlutunar, hefur kallað eftir efnahagsþvingunum sem bitna harðast á almenningi og átt í nánu samstarfi við þá sem stóðu fyrir valdaránstilraunum í Venesúela,“ segir Jökull. „Hún hefur sjálf viðurkennt að landið sé ekki „einræðisríki“ en krafist þess að erlendur her skeri úr um framtíð þess.“

Segir hann að bandarísk stjórnvöld hafi undanfarnar vikur verið að skipuleggja árás í Venesúela og starfi þar með stjórnarandstöðunni fyrir opnum dyrum.

„Að veita Machado friðarverðlaun er ekki viðurkenning á friðarbaráttu. Þetta er tilraun til að framleiða samþykki fyrir frekari aðgerðum gegn Venesúela og til að hvítþvo stefnu sem byggir á átökum en ekki sáttum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Í gær

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim