fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. október 2025 17:30

Þrátt fyrir að 11 dagar séu síðan Play varð gjaldþrota þá hafði ferðamaðurinn ekki heyrt af því. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður sem varð strandaglópur á Íslandi vegna falls Play segir peningana vera á þrotum. Hann þurfi jafn vel að sofa í bílnum sínum á meðan hann bíður eftir flugi heim.

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa þúsundir farþegar orðið strandaglópar vegna falls flugfélagsins Play þann 29. september síðastliðinn. Bæði Íslendingar sem festust erlendis og erlendir ferðamenn hérna á Íslandi.

Auk þess að missa farið sitt heim þá sáu þeir flugferðir margfaldast í verði á nokkrum klukkutímum og auk þess gat verið erfitt að finna flug heim. Ásóknin hefur verið mikil og strandaglópar hafa oft þurft að lengja ferðir sínar með tilheyrandi kostnaði fyrir gistingu, mat og fleira.

Frétti af falli Play í morgun

Ferðamaðurinn greinir frá raunum sínum í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. En þó að nærri tvær vikur séu liðnar frá falli Play þá hafði hann ekki frétt af því fyrr en í morgun.

„Ég er einn af þeim fjölmörgu ferðamönnum sem hafa orðið fyrir áhrifum þess að flugfélagið Play varð gjaldþrota. Enginn tölvupóstur eða tilkynning frá þeim og ég var fastur á flugvellinum í morgun,“ segir ferðamaðurinn.

Leigði hann bíl og gat notað síðustu klukkutímana í gistingunni sinni. En svo eru góð ráð dýr.

Sjá einnig:

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“

„Peningarnir mínir eru á þrotum,“ segir hann. „Svo ég er að hugsa um að sofa í bílnum mínum fram á mánudag þegar ég gat fengið flugmiða heim.“

Eigi ekki fyrir miklu

Segist hann hafa séð að það séu tjaldstæði í boði en bílaleigubíllinn sem hann hafði efni á sé mjög lélegur og hann sé ekki viss um að hann komist á þau. Þá eigi hann ekki fyrir miklu.

„Ég er mjög þunglyndur núna og þigg öll ráð segir hann.“ Hvort það sé í lagi að leggja einhvers staðar og sofa í bílnum.

Eigi að láta fólk vita

Hefur færslan fengið mikil viðbrögð. Er honum meðal annars ráðlagt að hægt sé að sofa á bílastæði við tjaldstæði en að það geti orðið mjög kalt á þessum árstíma. Eða þá að sofa á flugvellinum.

„Ég hata að Play hafi gert fólki þetta,“ segir einn. „Ef þú ætlar að skilja farþegana þína eftir sem strandaglópa þá skaltu alla vega í fjandanum láta þá vita.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Í gær

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim