fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Maður svaf í gámi og stolinn bíll fannst í gegnum staðsetningarbúnað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. október 2025 18:11

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var tilkynnt til lögreglu um sofandi mann í gámi í hverfi 102 Reykjavík. Var manninum vísað á brott.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar greinir einnig frá því að umferðarslys varð í miðborginni og urðu þar minniháttar meiðsl á fólki.

Tilkynnt var um mann sem veittist að starfsmanni í verslun í hverfi 105. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna ástands síns.

Í Kópavogi var tilkynnt um þjófnað á bíl. Eigandi gat staðsett bílinn í gegnum staðsetningarbúnað og því fannst bíllinn fljótlega. Einn maður í bílnum var handtekinn og fluttur til vistunar á lögreglustöð vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði