fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Tímavélin: Uppákomur á kjördag

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. nóvember 2024 15:30

Myndin er úr safni og tengist þessari samantekt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag ganga Íslendingar til alþingiskosninga. Vonandi kemur ekkert upp á sem raskar gangi kosninganna og vonandi fara frambjóðendur og kjósendur að lögum. Á kjördögum fyrri ára hefur þó ýmislegt komið upp á og sumt hvert ekki staðist kosningalög. Hér á eftir verða rifjuð upp nokkur dæmi.

Talningaklúðrið

Mörgum er eflaust enn í fersku minni mistök sem urðu við framkvæmd talningar atkvæða í Norðvesturjördæmi sem hófst í lok kjördags í síðustu alþingiskosningum árið 2021.  Telja þurfti aftur í kjördæminu eftir að kom í ljós að kjörkassar hefðu ekki verið innsiglaðir með réttum hætti. Endurtalningin hafði mjög mikil áhrif á úthlutun jöfnunarþingsæta um land allt. Guðmundur Gunnarsson sem missti þingsæti sitt eftir endurtalninguna og Magnús D. Norðdahl sem var einnig frambjóðandi í kjördæminu fóru í hart. Alþingi staðfesti niðurstöður kosninganna og málið endaði fyrir dómstólum. Guðmundur og Magnús áfrýjuðu á endanum til Mannréttindastóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu síðastliðið vor að íslenska ríkið hefði brotið á rétti þeirra til frjálsra kosninga og sömuleiðis rétti þeirra til að njóta skilvirkra réttarúrræða.

Nánar má lesa um málið hér.

Áróðursdepill

Á kjördag í sveitarstjórnarkosningunum 2018 varð uppi fótur og fit í Kórnum í Kópavogi, sem var kjörstaður. Rauður depill á glerhurð á inngangi í húsið þótti líkjast um of merki Samfylkingarinnar og því væri um að ræða brot á ákvæðum kosningalaga um áróður á kjörstað.

Það var þó alls ekki tilgangurinn með deplinum heldur var um að ræða merki sem átti að sýna, einkum sjónskertum, hvar hurðin væri.

Málið var leyst með því að líma yfir depilinn og það sama var gert við sams konar depla á glerhurðum á inngöngum í Ráðhús Reykjavíkur sem var einn af kjörstöðum í borginni.

Nánar má lesa um þetta mál hér.

Lögbrot með O

Þráinn Bertelsson sem var kjörinn þingmaður fyrir Borgarahreyfinguna í alþingiskosningunum 2009 var sakaður á kjördag um að hafa brotið kosningalög með því að viðhafa áróður á kjörstað.

Þegar Þráinn setti atkvæði sitt í kjörkassann sneri hann sér að ljósmyndara og myndaði stafinn O með fingrunum en það var listabókstafur Borgarahreyfingarinnar.

Sakaði Sveinn Andri Sveinsson lögmaður Þráin um að hafa viðhaft áróður á kjörstað þar sem engu hefði breytt hvort hann hefði verið með merki flokksins í barminum eða myndað listabókstafinn með höndunum.

Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og reyndi að ná tali af Þráni vegna málsins en í fljótu bragði finnast ekki frekari fréttir af því og þar með verður ekki betur séð en að enginn eftirmál hafi orðið.

Kjörklefamótmæli

Áður en boðað var til alþingiskosninganna vorið 2009 var afar róstusamt í íslensku þjóðfélagi í kjölfar bankahrunsins og vantraust í garð stjórnmálamanna var í nýjum lægðum.

Á kjördag nýttu sumir sér tækifærið til að koma óánægju sinni á framfæri. Einn þeirra var Þorvaldur Óttar Guðlaugsson sem var klukkutíma inni í kjörklefa á kjörstað í Ráðhúsi Reykjavíkur áður en hann skilaði atkvæði sínu í kjörkassann. Sagðist hann í samtali við Vísi hafa verið að beita atkvæðaþófi gegn málþófi þingmanna. Hann mætti einnig á kjörstaðinn með umferðarmerki sem á stóð:

„Aðalbraut endar.“

Ekki kom fram í frétt Vísis hvað skiltið átti að tákna en að lokum var Þorvaldur beðinn af starfsmanni kjörstjórnar að fara út með það.

Saurgun atkvæðis

Ein alræmdasta uppákoman á kjördag varð á kjörstað í Borgarskóla í Grafarvogi í títtnefndum alþingiskosningum vorið 2009. Kona á þrítugsaldri skeit í kjörklefanum, skeindi sér með kjörseðlinum, braut hann síðan saman og skilaði honum í kjörkassann.

Konan birti myndband af þessu athæfi sínu á netinu og bar það titilinn „Kúkað á kosningarnar.“

Konan hafði verið virk í hópi aðgerðasinna sem meðal annars höfðu verið handteknir um þremur vikum fyrir kosningarnar eftir að hafa yfirtekið hús í miðborg Reykjavíkur án leyfis eiganda þess.

Fékk konan strax viðurnefnið Kjörklefakúkarinn en hún hefur verið virk í mótmælum fram til dagsins í dag en hún er nú á fimmtugsaldri.

Lögregla var ekki kölluð til vegna þessarar saurgunar konunnar á kjörseðlinum og þáverandi formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, Reykjavík norður, vildi lítið tjá sig um þetta uppátæki.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vinir og ættingjar Helgu Rakelar hrinda af stað söfnun – „Operation í stólinn fyrir jólin“

Vinir og ættingjar Helgu Rakelar hrinda af stað söfnun – „Operation í stólinn fyrir jólin“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir menn ákærðir fyrir að misþyrma einum

Tveir menn ákærðir fyrir að misþyrma einum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“
Fréttir
Í gær

Magga Frikka leggur upp laupana

Magga Frikka leggur upp laupana