fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Skemmdir ungmennis á auglýsingaskilti í miðbænum vekja úlfúð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. október 2024 15:50

Mynd: Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af ungmennum, þar sem eitt þeirra traðkar á og skemmir frístandandi búðarskilti á Skólavörðustíg hafa vakið upp umræðu í íbúahópi miðborgarinnar. 

„Af hverju þurfa krakkar að vera með svona óþarfa skemmdir?!“ segir við myndband sem birt er í hópnum í gær. Í myndbandinu sem er úr öryggismyndavél verslunar má sjá nokkur ungmenni ganga fram hjá versluninni. Eitt þeirra stuggar við frístandandi skilti sem er á gangstéttinni fyrir framan verslunina og gengur síðan yfir annað slíkt, og má sjá einhverjar skemmdir á skiltinu eftir þessar aðfarir.

Mynd: Skjáskot Facebook
Mynd: Skjáskot Facebook

Nokkur umræða hefur skapast við myndbandið. Ein kona bendir á að ungmenni séu oft ekki með nægilegan þroska þar sem framheilinn í þeim er ekki þroskaður og þau geri fáránlega hluti.

Einn karlmaður hrósar ungmennunum fyrir: „Þessi skilti eru algjörlega óþolandi. Vel gert krakkar!“ 

Flestir benda á að skilti á gangstéttum séu fyrir umferð gangandi vegfarenda.

„Kannski finnst þeim pirrandi að það séu skilti á miðri gangstétt.“ 

„Af hverju þurfa fyrirtæki að yfirtaka gangstéttir og trufla umferð?“ 

„Önnur hlið málsins er hvers vegna laus skilti fá að standa á gangstéttum og skapa með því slysahættu fyrir gangandi og hjólandi.“ 

Segist hafa leyfi fyrir skiltinu sem sé ekki í gönguleið

„Af því að skiltið er í göngufæri beint í veg fyrir gangandi vegfarendur,“ segir búðareigandi í miðbænum. Sá sem á upphafsinnleggið sem gera má ráð fyrir að sé eigandi verslunarinnar og skiltisins sem skemmt var svarar því með: „Frestur er gefinn til 1 júní 2025, þangað til fær eitt frístandandi skilti að vera upp við húsvegg, sem þetta skilti er.“ 

Fyrri íbúðareigandinn sem skrifaði athugasemdina svarar: „Þetta lítur ekki út fyrir að standa upp við húsvegg heldur þvert á móti í gönguleið. Ég er líka með búð í bænum og skilti en við pössum upp á að það sé ekki í vegi fyrir gangandi vegfarendum þó að svona skilti séu það alltaf að vissu leiti þá má samt vanda sig.“ 

Sá sem á myndbandið svarar því til:

„Þetta er alveg upp við húsvegg, ég klippti myndbandið til svo að ég myndi ekki brjóta persónuverndarlög en hann augljóslega tekur sveig og labbar yfir skiltið. Þetta skilti er alls ekki fyrir gangandi vegfarendum. Það að það sé verið að fara í smáatriðin hvort að skiltið sé upp við húsvegg eða 20cm frá honum en ekki verið að kvarta yfir skemmdarverkum er ekkert nema meðvirkni. Hvernig finndist þér ef að einhver myndi labba yfir þitt skilti?“ 

Fyrri íbúðareigandinn sem skrifaði athugasemdina svarar þá aftur. „Ég er ekki að verja þetta heldur að leita skýringa og mér sýnist skýringin sú að þetta sé í göngufæri en ég get auðvitað bara dæmt út frá klippunni eins og þú sýnir hana, það breytir auðvitað miklu ef hann tekur sveig til þess að ganga yfir skiltið sem mér finnst samt eins og standi aðeins inn á gangstéttina. Ég hef auðvitað lent í því að sparkað sé í skiltið okkar og alls konar stuð en það er ekki í vegi fyrir vegfarendum og því lendum við lítið sem ekkert í þeim leiðindum.“ 

Hneykslaðir á að fullorðnir verji slíka hegðun

Tveir benda á að þeir eru hneykslaðir á að fullorðnum einstaklingum þyki skemmdarverk ungmennanna í lagi

„Er ég í alvörunni að lesa rétt það sem ég sé með kommentin hjá fullorðnum einstaklingum hér að ofan  segjandi að þetta sé vel gert að skemma eignir annara, að skiltin séu óþolandi og vel gert hjá krökkunum að stappa ofaná þeim, fyrir það fyrsta eru þessi skilti ekki fyrir neinum og einungis ætluð til að ná til kúnna inní búð, og ég get ekki betur séð en það séu ca 2 metrar sem þessir krakkar geta haft til göngu því skiltin eru alveg upp að húsi, auk þess sem regnbogagatan er líka göngugata, það krullast upp á mér augnlokin að það sé fullorðið fólk sem skilur og tekur undir þessa hegðun, vil koma á framfæri að ég á enga búð og hef aldrei átt en ég skil vel að búðareigandi mundi sárna þetta,“ segir annar þeirra. 

DV leitaði svara hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborg, enginn var til að taka símann, en bent á að senda fyrirspurn með tölvupósti. 

Við leit á vef Reykjavíkurborgar má finna samþykkt frá maí 2020 um Skilti í Reykjavík. Í fjórða hluta samþykktarinnar er fjallað um Skilti í miðborg Reykjavíkur. Þar segir um frístandandi skilti:

„Frístandandi skilti (auglýsingaskilti og þjónustuskilti) eru óheimil innan m1a. Veita má undanþágu sé ekki hægt að setja skilti á hús vegna aldurs eða friðunar, er það metið í hverju tilfelli fyrir sig. Frístandandi skilti eru heimil á landnotkunarsvæðum M1b og M1c, á stærri lóðum þar sem verið er að leiðbeina gestum, s.s. að aðalinngangi eða bílastæðum.“

Fyrirspurn hefur verið send til Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um hvaða reglur gilda um skilti sem þessi og hvort verslunareigendur þurfi að greiða fyrir að stilla þeim út. Verða svör birt ef og þegar þau berast.

Um 100 frístandandi skilti á Laugavegi og Barónsstíg

Skólavörðustígur er göngugata á kaflanum frá Laugavegi að Bergstaðastræti og eru á bilinu 10-15 slík frístandandi skilti þar. Fjöldinn er nær sá sami á þessum stutta kafla eins og hann er á afganginum af götunni upp að Njarðargötu við Hallgrímskirkju.

Um 85 sambærileg skilti eru á gangstéttum beggja vegna Barónsstígs og Laugavegar, milli Lækjargötu og Snorrabrautar. Þeim til viðbótar eru víða stólar, borð eða bekkir, blómakassar og ker, auk stórra hringblómakera sem eru frá Reykjavíkurborg, mörg þeirra ekki með neinum blómum í. Víða á Laugavegi hindrar þetta för gangandi vegfarenda, en gatan er aðeins göngugata að hluta. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af skiltum og fleira sem stillt er á gagnstéttir á Laugavegi, en ítrekað er að fyrirspurn hefur verið send um hvaða reglur ef einhverjar gilda um slík skilti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur