fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Brotist inn í tölvukerfi Grindavíkurbæjar – Þrjótar nýttu sér bilaðan netbeini

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 31. október 2023 13:30

Mynd: Grindavíkurbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mun ræða um hertar netvarnir á fundi í dag eftir að brotist var inn í tölvukerfið. Ekki er vitað hvað netþrjótarnir vildu.

Innbrotið uppgötvaðist fyrir rúmlega viku síðan af starfsmönnum upplýsingafyrirtækisins Þekkingar sem sjá um tölvumálin fyrir bæinn. Sáu þeir ummerki um innbrot og gerðu þeir bæjarstjórn samstundis viðvart. Tölvuþrjótar höfðu nýtt sér bilaðan netbeini (router) sem gaf kost á leka.

Fannar Jónasson bæjarstjóri. Mynd/Grindavíkurbær.

„Sú leið var strax stoppuð en það er talin þörf á að setja fleiri eldvarnarveggi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri. Þekking hafi lagt fram tillögur að hertari vörnum og verður það tekið fyrir á fundinum í dag. „Þau bentu okkur á að það er sífellt meiri ásókn í að komast inn í tölvukerfi hér og þar.“

Ekki er vitað hvort að innbrotið tókst hjá þrjótunum né heldur hver tilgangurinn með því var. Það er hvort þeir hafi ætlað að eyðileggja eitthvað eða stela einhverju. Fannar segir að ekki sé vitað hvort þeir hafi náð að valda neinum skaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg