fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Fókus

Frægir vilja að Kevin Spacey fái að halda áfram með feril sinn í Hollywood

Fókus
Mánudaginn 20. maí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sharon Stone og Liam Neeson hafa bæst í hóp þeirra Hollywood-leikara sem kallað hafa eftir því að Kevin Spacey fái að halda áfram með leikaraferil sinn.

Mail Online fjallar um þetta.

Spacey, sem hefur unnið til tveggja Óskarsverðlauna, var sýknaður af kviðdómi í Lundúnum í fyrra í kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum. Var hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjórum karlmönnum á árunum 2001 til 2013.

Hafa Stone og Neeson bæst í hóp með þeim Stephen Fry, F. Murray Abraham og Sir Trevor Nunn sem hafa komið leikaranum til varnar eftir að heimildarmyndin Spacey Unmasked var sýnd á Channel 4 í Bretlandi á dögunum.

Spacey, sem er 64 ára, var rekinn úr Netflix-seríunni House of Cards árið 2017 eftir að ásakanir komu fram gegn honum. Máli sem höfðað var gegn honum í New York var vísað frá árið 2022 og svo var hann sýknaður í Lundúnum í fyrra eins og að framan greinir.

Stone segist ekki geta beðið eftir að sjá Spacey á hvíta tjaldinu á nýjan leik og kallar hann „snilling“ sem margir leikarar líta upp til. Liam Neeson segist hafa orðið sorgmæddur þegar ásakanir voru bornar á Spacey. Segir hann að Spacey sé góður maður og bransinn þurfi á honum að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi