fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Áfangasigur Assange sem fær að áfrýja framsali

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. maí 2024 12:47

Julian Assange. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange, er heimilt að áfrýja framsali sínu til Bandaríkjanna. Þessu komst Hæstiréttur Bretlands að í dag.

Áður hafði verið fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna sem vilja ólm draga Assange fyrir dóm fyrir meintar njósnir og fyrir að hafa lekið hernaðarleyndarmálum. Málið er talið af pólitískum toga og hafa stuðningsmenn Assange bent á að bandarísk yfirvöld freisti þess að svipta blaðamanninn þeirri vernd sem fjölmiðlar njóta að lögum með því að mála hann upp sem netglæpamann og njósnara, fremur en rannsóknarblaðamann. Eins er Assange sakaður um að hafa stofnað lífi leyniþjónustumanna í hættu með því að fela ekki nöfn þeirra í þeim gögnum sem hann birt.

Bandaríkin hafa lofað því að blaðamaðurinn fái réttláta málsmeðferð þar í landi. Með áfrýjunarleyfi getur Assange krufið þetta loforð niður til að varpa á ljósi hvort að raunverulega sé tryggt að hann muni njóta sannmælis og að tjáningarfrelsi hans verði virt.

Lögmenn blaðamannsins féllust í faðma þegar niðurstaðan var kynnt í dag, en og stuðningsmenn ráku up gleðihróp.

Nú mun Assange fá næstu mánuði til að undirbúa áfrýjun sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu