fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Maður á sjötugsaldri ákærður fyrir að pissa á tjaldsvæði nálægt Dalvík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. maí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra hefur verið birt manni í Lögbirtingablaðinu en honum er gefið að sök að hafa kastað af sér þvagi á almannafæri, á tjaldsvæði við Ólafsfjarðarveg við Ásgarð, við Dalvík.

Atvikið átti sér stað í ágústmánuði síðasta sumar. Hafði lögregla afskipti af manninum en hann er á sjötugsaldri, var 62 ára er atvikið átti sér stað.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 25. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt