fbpx
Sunnudagur 23.júní 2024
Fréttir

Grafarvogsbúar þreyttir á hægri rétti – „Er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 17. maí 2024 15:00

Margir íbúar í hverfinu eru búnir að fá sig fullsadda af hægri réttinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Grafarvogi eru orðnir langþreyttir á gatnamótum með hægri rétti sem víða eru í hverfinu en ekki alls staðar. Utanaðkomandi vita oft ekki af þessu og það kemur fyrir að strætisvagnar og jafn vel lögreglumenn virða ekki hægri réttinn, sem hefur verið einkennandi fyrir umferðina í hverfinu um áraraðir.

Meginregla í lögum

Þó að hægri réttur sé víða í Grafarvogi er hann í grunninn meginregla umferðarlaga á Íslandi. Í umferðarlögum segir að þegar ökumenn stefna svo að leiðir þeirra skerast á vegamótum, opnum svæðum eða svipuðum stöðum skál sá sem hefur hinn sér á hægri hönd veita honum forgang. Eða eins og sagt var í ökukennslu áður fyrr: Hætta til hægri!

Þessi regla virðist hins vegar oft gleymast því að víðast hvar eru merkingar settar upp við gatnamót, biðskylda eða stöðvunarskylda, eða þá að umferð er stýrt með ljósum. Ef ekkert slíkt er til staðar gildir hægri réttur.

Löggan svínaði

Mikil umræða hefur skapast á meðal íbúa í Grafarvogi um hægri réttinn á samfélagsmiðlum og eru margir orðnir þreyttir á ástandinu. Meðal annars í Rima og Engjahverfum.

„Maður er nú svo sem orðinn vanur því að fólk virði ekki, eða viti ekki af hægri rétti í umferðinni hérna í Grafarvoginum. En er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“ spyr einn íbúinn eftir að hafa verið að keyra frá Engjaskóla. Segir hann að lögreglubíll hafi brunað hiklaust fram hjá. „Vonandi hefur félagi hans í farþegasætinu skammað hann!“ segir íbúinn argur.

Rússnesk rúlletta

Í umræðunum er ekki aðeins kvartað yfir lögreglubílum sem ekki virði hægri réttinn. Einnig strætisvögnum.

„Ég þekki þetta vel hér á Móaveginum við Spöngina, veit ekki hversu oft það er næstum keyrt á mig og svo er bara flautað, strætó t.d virðir aldrei hægri réttinn hérna,“ segir einn íbúi.

Þá er nefnt að það sé mjög ruglandi í Grafarvogi að við sum gatnamótin sé hægri réttur en biðskylda við önnur. Þetta sé sérstaklega ruglandi fyrir fólk sem komi sjaldan inn í hverfið.

„Það getur vissulega verið spennandi fyrir þann sem ekur úr húsagötu út á safngötu, að taka sénsinn á því að ökumaður bíls sem kemur akandi eftir safngötunni frá vinstri, viti að hann á ekki réttinn, en það er samt mjög óráðlegt og „innfæddir“ hafa vit á að taka ekki þá áhættu,“ segir einn. Talar hann um rússneska rúllettu í því samhengi.

Vilja leggja regluna niður

Segjast nokkrir Grafarvogsbúar hreinlega vilja leggja hægri regluna niður.

„Þessi hægri regla er auðvitað bara asnaleg fyrir það fyrsta því það á bara að nota biðskyldu þar sem það á við. Löggur eru bara eins og ég og þú og gleyma þessu bulli líka. Ég bý hér í Grafarvogi og virði þetta og kann þetta en svo kemur maður í önnur hverfi og hefur ekki hugmynd um þetta auðvitað. Það á bara að nota umferðarmerkin!“ segir einn íbúinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tók magnað drónamyndband við gosstöðvarnar í nótt

Tók magnað drónamyndband við gosstöðvarnar í nótt
Fréttir
Í gær

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástin dó í Bandaríkjunum – Fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar krefur hann um hundruð milljóna

Ástin dó í Bandaríkjunum – Fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar krefur hann um hundruð milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg hundruð milljóna Ferrari stórskemmdur eftir að hafa keyrt á austfirska rollu

Mörg hundruð milljóna Ferrari stórskemmdur eftir að hafa keyrt á austfirska rollu