fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Vöruð við því að Haraldur væri líklega að gerast sekur um spillingu og lögbrot – Gaf undirmönnum betri kjör en flestum lögreglustjórum stóð til boða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. maí 2024 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Lögreglustjórafélags Íslands (LÍ) taldi ólögmætan gjafagjörning fyrrum ríkislögreglustjóra fela í sér spillingu og brot í opinberu starfi. Þetta kemur fram í frétt Heimildarinnar sem undanfarið hefur fjallað um samninga um starfskjör sem fyrrum ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við 9 útvalda undirmenn létt áður en hann lét af embætti árið 2019.

Fram hefur komið að í starfslokasamningunum fólst, að mati dómstóla, ólögmætur gjafagerningur. Um er að ræða samninga við 9 stjórnendur embættisins sem flestir voru að komast á lífeyrisaldur. Með samningunum umdeildu hækkuðu lífeyrisréttindi starfsmannana gífurlega svo kjör þeirra voru í raun betri en flestra lögreglustjóra landsins.

Um var að ræða tilfærslu á fastri yfirvinnu inn í almenn launakjör. Þar sem lífeyrisréttindi miða við föst laun, án yfirvinnu, þýddi þessi tilfærsla að lífeyrisréttindi hækkuðu um næstum helming og þar með ukust lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs um hundruð milljóna króna.

Heimildin hefur nú undir höndum gögn sem sýna samskipti við í tengslum við þessa ólögmætu kjarabót. Þar má sjá í tölvupósti sem Úlfar Lúðvíksson, þáverandi formaður LÍ, sendi á þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að félagið gerði athugasemdir við samningana og varaði við afleiðingum þeirra á hagsmuni ríkissjóðs. Með samkomulaginu væru undirmenn Haraldar allt í einu á betri kjörum en 7 af 9 lögreglustjórum landsins.

Ráðuneytið leitaði skýringa hjá Haraldi sem sagðist hafa skýra heimild til að semja með þessum hætti og sagðist hafa haft samráð við bæði stéttarfélag lögreglumanna og Fjársýslu ríkisins. Kostnaðarauki ríkissjóðs yrði óverulegur.

Ekkert af fullyrðingum Haraldar standast þó skoðun, líkt og Heimildin rekur.

Lögreglustjórafélagið gerði athugasemd eftir að Áslaug lýsti í framhaldinu yfir að Haraldur hefði fulla heimild til samningsgerðarinnar. Félagið benti á að Haraldur hefði á þessum tíma staðið völtum fæti í embætti enda stærstur hluti lögreglustjóra lýst yfir vantrausti gegn honum. Þeir 9 stjórnendur sem nutu góðs af samkomulaginu voru starfsmenn sem höfðu afdráttarlaust lýst yfir stuðningi við Harald á þessum tímum.

Heimildin leitaði svara hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra sem var fjármálaráðherra þegar samkomulagið var gert. Hann neitaði viðtali þegar borin voru undir hann misræmi í opinberum ummælum hans og umsögnum og ráðleggingum ráðuneytis hans í tengslum við samkomulagið.

Lögmenn sem ræddu við Heimildina töldu fullt tilefni til að skoða frekar hlut Haralds í málinu og hvort að um brot í opinberustarfi, eða umboðssvik, væri að ræða. Núverandi ríkislögreglustjóri, sem reyndi að vinda ofan af samningunum þegar hún tók við embætti, telur málinu lokið en viðurkennir að ekki sé búið að skoða hvort um refsivert brot sé að ræða.

Nánar má lesa um málið hjá Heimildinni þar sem afhjúpað er að verulegar efasemdir hafi verið um að samkomulag Haralds stæðist lög, bæði á meðan og rétt eftir að hann lét af embætti. Engu að síður hafi lítið verið gert til að rannsaka málið og komast að afgerandi niðurstöðu. Þvert á móti hafi ráðherrar lýst því yfir með afgerandi hætti að Haraldur hefði athafnað sig ennan valdheimilda sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband: Eldur logaði í BMW

Myndband: Eldur logaði í BMW
Fréttir
Í gær

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“
Fréttir
Í gær

Túristi lúbarði meintan þjóf á strönd á Tenerife

Túristi lúbarði meintan þjóf á strönd á Tenerife