fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Svali var stoppaður af lögreglu fyrir að fara út með ruslið með syni sínum – „Þetta var gjörsamlega súrrealískt“

Fókus
Mánudaginn 20. maí 2024 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður og ferðafrömuður, segir það ekki hafa verið stórmál að rífa heila fjölskyldu upp og byrja nýtt líf í öðru landi, en úr bakssýnisspeglinum sjái hann hvað ákvörðunin var stór. Svali, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist mjög ánægður með að hafa elt draumana. Hann hafi verið orðinn þreyttur eftir 26 ár í fjölmiðlum og hafi þráð eitthvað nýtt:

,,Þetta var ekkert svo erfitt þegar við vorum að taka ákvörðunina. Þegar við ákváðum að gera þetta var bara komið plan. Við sögðum upp vinnunni og þá er ekkert aftur snúið og svo bara gerðum við þetta öll fjölskyldan saman og allir til í þetta. Ég skyldi ekkert þegar fólk var að segja að við værum hugrökk og einhvern vegin virkaði þetta ekkert eins og risaákvörðun á meðan við vorum að gera þetta. En svo sér maður í bakssýnisspeglinum hvað þetta var stór ákvörðun. Það komu augnablik þar sem maður grét í koddann og hugsaði bara: ,,Hvað ertu búinn að gera?” En svo kemst maður yfir það og á endanum er frábært að þora að taka stökkið og elta draumana. Ég var búinn að vinna í fjölmiðlum í 26 ár og var orðinn þreyttur. Svo langaði mig bara að prófa að fara einhvert þar sem enginn vissi hver við værum og fá að spreyta sig á eigin verðleikum,” segir Svali, sem segist í grunninn ekki hrifinn af því að vera í sviðsljósinu:

,,Ég er í grunninn introvert og finnst mjög óþægilegt að vera í sviðsljósinu. Mér finnst miklu betra að vera í verkefnum þar sem athyglin er ekki á mig. Ég er til dæmis alveg í essinu mínu þegar ég er að leiðsegja af því að þá er ég ekki að tala um mig. Mér finnst gott að vera með fólki, en ekki ef athyglin er öll á mig. Þess vegna er kannski eðlilegt að mér hafi liðið vel í útvarpi af því að þar ert þú bara með míkrófón að tala við fólk. Mér fannst aldrei gaman að vera veislustjóri eða þurfa að vera einhvers staðar á sviði. Ég reyndi yfirleitt að koma mér frá þannig verkefnum.”

Þegar eyjan fagra sprakk í vinsældum

,,Það var einhver lífslukka með okkur í liði, af því að við fórum út akkúrat á þeim tíma þegar Tenerife sprakk í vinsældum hjá Íslendingum. Við höfðum ekki skoðað neinar tölur og fórum út í algjörri óvissu og vorum ekki einu sinni með vinnu. Nú eru komin akkúrat sex ár síðan við stofnuðum fyrirtækið okkar og það varð allt ,,crazy” alveg fram að Covid. Það er eins og fólk hafi fundið á sér að eitthvað væri framundan, af því að febrúar 2020 var algjörlega brjálað að gera og við fórum í ferð á hverjum einasta degi. Það var eins og fólk vissi að þetta væri síðasti séns og það hefur aldrei verið jafnmikið að gera fyrr né síðar,” segir Svali, sem lýsir síðan Covid tímabilinu, sem var vægast sagt harkalegt á Spáni:

,,Það voru sett neyðarlög og maður vissi í raun ekkert hvað það þýddi. En það tók 6 daga að tæma eyjuna gjörsamlega. Þetta var gjörsamlega súrrealískt og aðgerðirnar voru vægast sagt harðar á Spáni. Við máttum fara einu sinni í viku í búðina, en annars ekki út úr húsi. Lögreglan mátti kíkja ofan í innkaupapokana til að kanna hvort maður væri að svindla. Maður mátti ekki tala við neinn í búðinni og var bara að skíta á sig. Ég tók einu sinni litla strákinn minn með til að fara með rusl, en þá var ég stoppaður af löggunni og tilkynnt að það mætti ekki fara út með börn. En maður mátti fara út með hunda. Aðgerðirnar á Spáni voru þær hörðustu í Evrópu og þetta var algjörlega sturlað tímabil. Ég upplifi mjög sterkt að fólk þarna úti vilji ekki tala um þetta tímabil og upplifunin er að þetta muni aldrei endurtaka sig.”

Kunna að njóta lífsins í rólegheitum

Svali segir mikinn mun á íbúum Tenerife og Íslendingum, fyrst og fremst þegar kemur að því hve hratt hlutirnir ganga fyrir sig:

,,Það er rosalegur munur á Íslendingum og heimamönnum á Tenerife. Á meðan slagorðið okkar er núna og strax, þá er það seinna eða ,,miklu seinna” hjá þeim. Við getum lært af þeim að kunna að njóta lífsins og hægja á okkur, en að sama skapi mættu þeir alveg læra af okkur að láta hlutina gerast og minnka skriffinsku, flækjur og hægagang. Þetta stafara líklega meðal annars af ólíkum veðuraðstæðum. Forfeður okkar á Íslandi urðu að vera duglegir og gera hlutina strax ef þeir áttu að lifa af. Þeir elska stimpla og það er blómstrandi bisness að vera með ljósritunarvélar á Tenerife. Þeir virðast stundum vilja gera hlutina flókna og það að fara í gegnum kerfið er allt annað mál en á Íslandi. En maður lærir smám saman að aðlagast og skilja að hlutirnir virka líka öðruvísi í 50 milljón manna landi.”

Svali er að verða fimmtugur, þó að hann beri aldurinn mjög vel. Hann segist hafa verið mjög hugsi undanfarið yfir því hvað ,,midlife crisis” sé og hvernig það fyrirbæri birtist í lífi fólks:

,,Mér finnst þetta bara rosalegt þegar ég hugsa um það. Ég er að verða fimmtugur og á börn frá 9 ára upp í þrítugt. Ég er búinn að vera innan um börn í mjög langan tíma, en nú er fókusinn að færast meira á mig. Ég er þreyttari en ég hef verið áður og er líklega að upplifa eitthvað sem er líklega breytingarskeið. Þetta er bara heljarinnar mál fyrir einhvern eins og mig sem er vanur að vera uppfullur af orku. Þetta er aðeins eins og þegar maður varð þrítugur og fannst eins og æskan væri búin. Ég er ekki að segja að líf mitt sé ekki frábært, en það er skrýtið þegar það eina sem poppar upp á samfélagsmiðlum eru auglýsingar fyrir Tongat Ali og annað sem segir manni: ,,Auktu testósterónið þarna gamli kall”.

Hægt er að nálgast viðtalið við Svala og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi