fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fyrrum varnarmálaráðherra um Pútín – „Hann heldur að þetta séu örlög hans – Hann er heltekinn af þessu“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 07:00

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er heltekinn af að sigra Úkraínu. Hann mun halda áfram.“ Þetta sagði Robert Gates, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og fyrirætlanir hans.

Þetta sagði hann í þættinum „Meet the Press“ hjá NBC að sögn The Hill.

Gates sagði að Pútín telji það „örlög sín“ að endurreisa rússneska heimsveldið.

„Pútín trúir að það séu örlög hans að endurreisa rússneska heimsveldið. Eins og minn gamli lærifaðir, Zbig Brzezinski, var vanur að segja: „Án Úkraínu getur ekki verið rússneskt heimsveldi“. Svo hann er heltekinn af að endurheimta Úkraínu.“

Þarna vísaði hann til skoðunar Zbigniew Brzezinski, sem er nú látinn en hann var prófessor í alþjóðastjórnmálum og frá 1977 til 1981 var hann þjóðaröryggisráðgjafi Jimmy Carter, Bandaríkjaforseta.

Gates var varnarmálaráðherra frá 2006 til 2011 í valdatíð George W. Bush og Barack Obama.

Hann telur að Pútín muni halda stríðsrekstrinum áfram. „Hann heldur að tíminn vinni með honum að stuðningurinn í Bandaríkjunum og Evrópu muni smám saman fjara út. Hann gerir það sem rússneskir herir hafa alltaf gert og það er að senda mikinn fjölda illa útbúinna og illa þjálfaðra manna, sem gegna herskyldu, í fremstu víglínu í þeirri trú að fjöldinn muni tryggja sigur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi