fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 08:32

Hofsstaðaskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofan Tripical afhenti falsað boðsbréf frá frönskum skólastjóra til Hofstaðaskóla í Garðabæ í aðdraganda vinnuferðar kennara til Frakklands í júní. Bréfið var nauðsynlegt til að fá ferðastyrk frá Kennarasambandi Íslands en síðar kom í ljós að aldrei stóð til að heimsækja franska skólann og var heimsókninni aflýst þegar út var komið. Skólastjóri ytra staðfesti síðar að boðsbréfið væri falsað, þvert á móti hafði viðkomandi gefið afsvar varðandi mótttöku hópsins í ljósi þess að hann þótti of fjölmennur. Þetta kemur fram í frétt Vísis af málinu.

Ferðaskrifstofan Tripical annaðaðist skipulagningu ferðarinnar og þar á bæ segjast menn harma atvikið. Skuldinni er skellt á undirverktaka  og þess heitið að sá muni ekki koma að frekari verkefnum. Þá hyggst fyrirtækið endurskoða verkferla sína.

Ennfremur kemur fram að kennararnir hafi þrátt fyrir allt fengið umræddan styrk og hafi því ekki orðið fyrir fjártjóni vegna málsins.

Svipað mál kom einnig upp hjá Stekkjaskóla á Selfossi sem einnig fór í slíka ferð sem skipulögð var af Tripical. Sú ferð var einnig  illa skipulögð að sögn viðmælenda Vísis.

Ítarlega er fjallað um málið á vef Vísis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal