fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í fyrsta sinn í svínum hérlendis

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýklalyfjaónæmar bakteríur hafa greinst í fyrsta sinn í svínum hérlendis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en þar kemur fram að meticillín ónæmir Staphylococcus aureus (MÓSA), af stofngerðinni CC398, hafi greinst í skimunarsýnum sem tekin voru við slátrun svína í síðustu viku. Bakertíurnar eru mjög útbreiddar í búfé í Evrópu og víðar.

MÓSA berst ekki með mat og því er ekki talin hætta af því að neyta svínaafurða. Bakterían veldur almennt ekki veikindum í dýrum en fólki sem starfar í mikilli nálægð við dýrin getur átt á hættu að verða fyrir smiti. Smitið veldur sjaldnast veikindum nema ef það berst í fólk með skert ónæmiskerfi eða veldur sárasýkingum. Erfitt getur verið að meðhöndla slíkar sýkingar með sýklalyfjum. Því er til að mynda afar mikilvægt að tryggja að MÓSA-smit berist ekki inn á heilbrigðisstofnanir.

„Síðustu vikur hefur Matvælastofnun skimað fyrir MÓSA við slátrun svína en þær skimanir eru hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis 2025-2029. Stroksýni eru tekin úr nefholi svína frá öllum svínabúum sem slátra eldisgrísum, samtals 15 búum. Nú þegar hefur verið skimað í svínum frá 13 búum og reyndust þrenn þeirra jákvæð í skimuninni. Þekkt er að MÓSA getur smitast á milli svína við flutning í sláturhús og því ekki hægt að útiloka krossmengun á milli svínanna, en þeim var öllum slátrað á svipuðum tíma í sama sláturhúsi.

Næstu skref miða að því að sannreyna hvort MÓSA sé að finna á þeim búum sem svínin komu frá, með sýnatökum á búunum sjálfum. Í framhaldi mun Matvælastofnun á næstu vikum fara í sýnatökur á öllum svínabúum landsins til að kanna frekari útbreiðslu, ásamt því að fara í viðeigandi aðgerðir til að hindra frekari smitdreifingu í þéttu samstarfi við hagaðila,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal