fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 4. júlí 2025 10:30

Sífellt fleiri Evrópuþjóðir vilja reka Ísraela úr Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokuðum fundi Sambands evrópska sjónvarpsstöðva (EBU) í London lauk með því að ekki var kosið um áframhaldandi þátttöku Ísraels í Eurovision söngvakeppninni. Ísraelska ríkisútvarpið, KAN, lítur á fundinn sem sigur.

Nokkrar þjóðir hafa kallað eftir því að Ísrael verði vísað úr keppninni eða þá að Ísraelum verði gert að keppa undir hlutlausum fána. Meðal annars Spánverjar, Írar, Finnar, Belgar, Slóvenar og Íslendingar. Hefur EBU verið sakað um hræsni fyrir að vísa Rússum úr Eurovision en leyfa Ísraelsmönnum að keppa. Báðar þjóðir séu að stráfella saklausa borgara.

Á fundinum var vissulega tekist á um þátttöku Ísrael í Eurovision. Fulltrúi landsins, lögmaðurinn Ayala Mizrahi, sagði að þátttakan væri ekki aðeins táknræn heldur hluti af langvarandi menningarlegri þátttöku landsins.

Málamiðlun Breta

Umræðan stóð yfir í 90 mínútur og að sögn sjónvarpsstöðvarinnar Arutz Sheva gengu fulltrúar Íslands og Slóveníu harðast fram í að reyna að fá Ísrael úr keppninni. Í frétt miðilsins segir að „andúðin“ hafi verið mikil.

Fulltrúar Þýskalands, Austurríkis og Sviss hafi hins vegar barist fyrir áframhaldandi þátttöku Ísrael.

Það hafi svo verið fulltrúar Bretlands, það er BBC, sem hafi kallað eftir frekara samtali um málið og að ekki yrði kosið um það að svo stöddu. Var það samþykkt.

Eins og áður segir líta Ísraelsmenn á fundinn sem sigur, en tímabundinn þó. Hefði farið fram kosning telja þeir að hún hefði líklega endað þeim í óhag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal