fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Maður með bunka af seðlum úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var á dögunum úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun vegna gruns um peningaþvætti eftir að rúmlega 9000 þúsund evrur, eða andvirði um 1,4 milljóna íslenskra króna, fundust í bakpoka hans við skoðun tollvarða og lögreglumanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 20. janúar síðastliðinn.

Maðurinn var í héraðsdómi úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. janúar (þ.e. til síðasta föstudags) og til að sæta einangrun, en Landsréttur staðfesti úrskurðinn á miðvikudag í síðustu viku og birtist sá úrskurður á vef dómstólanna í dag.

Samfarþegar mannsins, kona og maður, voru einnig til skoðunar hjá tollvörðum og lögreglu, en töluvert magn af seðlum fannst í fórum þeirra. Fólkið gat ekki gefið fullnægjandi skýringar á því  hvers vegna þau höfðu þetta reiðufé undir höndum og eru þau grunuð um peningaþvætti.

Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald á nýleg ólokin mál hjá lögreglu þar sem hann er grunaður um sölu fíkniefna og peningaþvætti í desember síðastliðnum. Talið er að maðurinn geti torveldað rannsókn málsins ef hann gengur laus, meðal annars með samskiptum við meðákærða fólkið. Einnig sé hætta á að hann verði beittur þrýstingi af hálfu mögulegra samverkamanna. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir meðal annars:

„Varnaraðili sem kom til landsins í nóvember sl. er með opin mál hjá lögreglu en tvívegis hefur lögregla haft afskipti af honum vegna gruns um fíkniefnasölu og
peningaþvætti og eru þau mál til rannsóknar. Varnaraðili hefur í yfirheyrslu lögreglu ekki getað gefið trúverðugar skýringar á því hvaðan þeir fjármunir, 9055 evrur, sem hann hafði meðferðis við handtöku hafi komið. Í ljósi tengsla allra þessara aðila er samkvæmt framansögðu og fyrirliggjandi rannsóknargögnum málsins að mati dómsins ljóst að varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við.“

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“