fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. október 2025 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr stafrænn skanni í 8K gæðum frá tæknifyrirtækninu HP, verður frumsýndur á OK ráðstefnunni á Hotel Hilton Nordica í dag. Græjan ber heitið HP Z Captis og getur umbreytt efni í stafrænt form fyrir 3D-hönnunarferli, eins og segir í tilkynningu. 

Þessi byltingakennda lausn vann til verðlauna á CES tæknimessunni í Las Vegas á þessu ári. Lausnin virkar hnökralaust með Adobe Substance 3D Sampler og gerir notendum kleift að taka sýnishorn beint úr raunveruleikanum og umbreyta því í stafrænt efni. 

„Með því að færa efni í stafrænt form eykst skilvirkni á öllum stigum frá hönnun til framleiðslu og markaðssetningar. Með HP Z Captis er hægt að spara tíma, minnka kostnað og draga verulega úr efnisúrgangi. Þannig má segja að HP Z Captis sé brú milli hins áþreifanlega og hins stafræna heims, tæki sem gerir skapandi teymum kleift að fanga raunveruleikann og nota hann beint í hönnunar- og þróunarvinnu,“ segir Ísold Einarsdóttir, markaðsstjóri OK.

Lausnin hentar meðal annars fyrir arkitektúr og byggingahönnun, bíla- og iðnhönnun, tísku- og vefiðnað, leikjaiðnað og kvikmyndagerð, húsgagnagerð og iðnhönnun eða rannsóknir og nýsköpun af ýmsu tagi.

HP Z Captis var valin Best of Innovation á CES 2025 í Las Vegas fyrir framúrskarandi hönnun og tæknilega nýbreytni í aukabúnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“