fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. október 2025 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýn hefur boðað til starfsmannafundar í dag. Frá þessu greinir mbl.is. Félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í gær og gerir nú ráð fyrir að rekstrarhagnaður á árinu verði um 280 milljónir króna en í fyrri spá var hagnaður áætlaður á bilinu 800-1000 milljónir króna. Þetta varð til þess að þegar markaðir opnuðu í morgun hrapaði gengi hlutabréfa félagsins um 20 prósent. Gengið hefur því lækkað um rúmlega 30 prósent á árinu.

Samkvæmt tilkynningu Sýnar í gær eru tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta undir áætlun sem og tekjur af auglýsingasölu og hlutaneti. Sýn sendi stjórnvöldum pillu í afkomuviðvörun og vísaði til þess að í ljósi skorts á raunhæfum aðgerðum til að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna miðla væri Sýn nú að vinna að endurskoðun á tekjumódeli í tengslum við fjölmiðlarekstur félagsins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem boðað er til óvænts starfsmannafundar. Í sumar sameinuðust vörumerki fyrirtækisins undir nafni Sýnar og vegna þessa var haldinn stór starfsmannafundur sem boðað var til með sólarhringsfyrirvara. Markmið fyrri fundarins, sem fór fram þann 11. júní síðastliðinn, var að stilla saman strengi fyrir væntanlega stórsókn. Þar var eins tilkynnt að Stöð 2 heyrði sögunni til og sagði að útsendingar yrðu framvegis í nafni Sýnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna