fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Sverrir Halldór þarf að greiða 240 milljón króna sekt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. nóvember 2022 10:44

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sverrir Halldór Ólafsson í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum við rekstur nokkurra félaga. Að auki þarf Sverrir Halldór að greiða 240 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Ef sektin verður ekki greidd innan fjögurra vikna þarf Sverrir Halldór að afplána 360 daga fangelsisdóm. Morgunblaðið greindi frá.

DV greindi frá gjaldþroti starfsmannaleigunnar Ztrong Balkan ehf. í nóvember 2020 sem var í eigu Sverris Halldórs. Lýstar kröfur í búið námu 155 milljónum króna en engar eignir fundust í búinu. Í fréttinni kom fram að félagið hafði ekki staðið skil á opinberum gjöldum og eigandinn sætti rannsókn héraðssaksóknara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Kolbrún komin heim