fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Pútín rak hershöfðinga eftir aðeins 16 daga – Ósigurinn í austurhluta Úkraínu er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 08:05

Roman Berdnkov. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er sagður hafa rekið Roman Berdnkov, hershöfðingja, úr starfi eftir niðurlægjandi ósigur Rússar í Kharkiv um helgina. Berdnikov var skipaður yfirmaður rússneska hersins í vesturhluta Úkraínu þann 26. ágúst.

Daily Mail skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Berdnikov sé sagður hafa brugðist í að halda yfirráðum Rússa yfir stórum úkraínskum landsvæðum  í Kharkiv.

Skyndisókn Úkraínumanna í Kharkiv virðist hafa komið Rússum í opna skjöldu og hafa úkraínskar hersveitir náð héraðinu á sitt vald og hrakið rússneskar hersveitir þaðan. Virðast hersveitirnar hafa flúið í miklum flýti því þær skildu mikið magn hergagna eftir.

Rússar flúðu með skottið á milli lappanna – Skildu tugi ökutækja eftir

Ráðamenn í Kreml hafa ekki tjáð sig um brottrekstur Berdnikov.

Í sumar bárust fréttir um að Berdnikov hefði fallið fyrir kúlum Úkraínumanna en það virðist ekki hafa átt við rök að styðjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi