fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fréttir

Hörður ber Ara Matthíasson og Sjúkratryggingar Íslands þungum sökum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður J. Oddfríðarson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ, telur að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafi framið brot þegar starfsmaður SÍ skoðaði sjúkraskrár skjólstæðinga SÁÁ og kallaði eftir upplýsingum um tiltekna aðila. Umræddur starfsmaður SÍ er Ari Matthíasson sem var áður framkvæmdastjóri SÁÁ.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram hefur komið í fréttum að SÍ hafi kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara fyrir að hafa gefið út „gríðarlegt magn“ tilhæfulausra reikninga, meðal annars vegna viðtalsþjónustu við sjúklinga.

„Þótt við höfum ekki enn séð efni kærunnar er hreinlega galið að kæra SÁÁ fyrir 175 milljóna króna fjársvik, á tímum þar sem var verið að bregðast við aðstæðum í rauntíma,“ er haft eftir Herði sem sagði að SÁÁ hafi breytt vinnureglum sínum eins og heilsugæslan vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðtöl hafi verið tekin í gegnum síma í stað þess að hitta skjólstæðinga. Hafi starfsfólk SÁÁ verið á vinnustaðnum við þetta en starfsfólk heilsugæslunnar hafi jafnvel verið heima hjá sér og hringt þaðan. Hann sagði einnig að tekist sé á um fleiri atriði, til dæmis skilgreiningu á aldurshópi ungmenna.

Hörður segir að Ari hafi fyrr og síðar amast við stétt áfengis- og vímuefnaráðgjafa og virðist vera í afneitun varðandi það að áfengis- og vímuefnaráðgjafar SÁÁ hafi verið að sinna þjónustu við fíknisjúklinga og aðstandendur í fordæmalausu ástandi, heimsfaraldri.

Haft er eftir Herði að alvarlegast í þessu öllu sé meðferð Ara á sjúkraskrám. „Hann fékk afrit af sjúkraskrám okkar skjólstæðinga í nafni rannsóknareftirlits. Ég á erfitt með að sjá að Sjúkratryggingar hafi haft nokkra lagalega heimild til að fara inn í sjúkraskrár okkar sjúklinga sem voru að þiggja þjónustu á þessum tíma, né heldur að miðla þeim upplýsingum sem þar koma fram út úr stofnuninni,“ er haft eftir Herði.

Hann sagði einnig að SÍ hafi viljað lesa sjúkraskýrslur allra þeirra sem fengu ákveðna þjónustu hjá SÁÁ á tilteknu tímabili en það stríði gegn anda laga um persónuupplýsingar. „Við vitum að heilbrigðisstarfsfólk má fara inn i sjúkraskrár en það var ekki heilbrigðisstarfsmaður sem las þessar skrár. Ari Matthíasson er ekki heilbrigðisstarfsmaður,“ sagði Hörður.

Hann sagði einnig að samkvæmt lögum hafi eftirlitsnefnd heimild til að skoða sjúkraskrár en þá þurfi það að vera heilbrigðisstarfsmaður sem skoðar þær. Það sé á mörkum hins siðlega eða jafnvel ólöglegt að hringja í skjólstæðinga SÁÁ og lesa upp úr sjúkraskrám þeirra eins og Ari hafi látið starfsfólk SÁÁ gera.

María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði það ekki gera Ara vanhæfan til að vinna að þessu máli að hann hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri SÁÁ. „Ég hef engar forsendur til að ætla að deildarstjóri eftirlitsdeildar beri þungan hug eða einhvern kala til SÁÁ. Allir starfsmenn Sjúkratrygginga átta sig á mikilvægi þeirrar þjónustu sem þar er veitt,“ sagði hún og bætti við að SÍ telji sig hafa fylgt öllum reglum um meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman
Fréttir
Í gær

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“