fbpx
Fimmtudagur 27.janúar 2022
Fréttir

Aðfangadagsþjófur í Reykjanesbæ skikkaður til að afplána 270 daga í viðbót eftir endurtekin brot

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. janúar 2022 18:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóm Reykjaness að maður sem var staðinn að verki við innbrot í geymslu í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ síðastliðinn aðfangadag verði gert að afplána 270 daga eftirstöðvar af tveimur dómur sem viðkomandi hlaut árið 2019.  Maðurinn hlaut reynslulausn til tveggja ára þann 4. maí 2020 og hefði því þurft að halda skilorðið í tæpa tvo mánuði í viðbót.

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði þann 10. janúar að maðurinn skyldi afplána það sem eftir var af dóminum en þeirri ákvörðun var þegar áfrýjað til Landsréttar. Tveimur dögum síðar staðfesti Landsréttur svo ákvörðun héraðsdóms.

Í úrskurðinum kemur fram að lögreglan hafi verið kölluð til að þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ á aðfangadag í fyrra. Þar hafði íbúi séð mann á þrítugsaldri brjótast inn í geymslu í húsinu. Sérstaklega er tekið fram í úrskurðinum að maðurinn væri með lítið hár.

Í kjölfarið hafi hinn meinti þjófur farið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu ásamt húsráðanda að sögn vitnisins. Þegar lögreglan knúði þar dyra mátti heyra samtal tveggja einstaklinga inni í íbúðinni. Eftir dúk og disk opnaði svo húsráðandi og kannaðist ekki við að neinn annar væri í íbúðinni. Heimilaði viðkomandi lögreglu að grennslast fyrir um það og skömmu síðar fundu laganna verðir hinn meinta þjóf í hnipri undir sæng í svefnherbergi íbúðarinnar og var hann snarlega handtekinn. Í úrskurðinum kemur fram að þjófurinn meinti hafi verið í annarlegu ástandi og var honum síðar sleppt eftir skýrslutökur.

Sagðist hafa keypt vörurnar og gefið í jólagjöf

Aðfaranótt 10. janúar fékk lögregla aftur tilkynningu um að brotist hefði verið inn í sömu geymslu og stolið þaðan rafhlaupahjóli og ýmsum öðrum munum. Meðal annars Macbook Pro tölvu frá 2015, í svörtu hulstri, Nike skó, Timberland skó, jakkaföt, vetrarjakka, ferðatöskur, 6x iittala vatnsglös, 4x iittala hvítvínsglös, 8x iittala freyðivínsglös, Gucci hliðarveski, mittistösku, eyrnalokka, ýmsan íþróttafatnað, m.a. Liverpool búninga, veski og hliðartösku.

Þar sem rökstuddur grunur var til staðar knúðu lögreglumenn dyra á sömu íbúð. Húsráðandi var ekki mjög spenntur fyrir þeirri hugmynd að hleypa lögreglunni inn í íbúðina en þegar það varð raunin fundu lögreglumenn tvo aðra menn, þar á meðal þann sem braust inn í geymsluna á aðfangadag, og þá var áðurnefnt þýfi á víð og dreif um alla íbúðina. Á þessu hafði þó hinn meinti þjófur útskýringar á reiðum höndum – hann hafði keypt þetta allt saman. Undir þetta tók húsráðandi og fullyrti að þjófurinn meinti hefði gefið sér munina í jólagjöf.

Nágrannarnir voru þó á öðru máli og staðfestu að um muni í þeirra eigu var að ræða.

Þá kemur fram í úrskurðinum að maðurinn hafi að auki verið eftirlýstur fyrir að stela vörum úr ÁTVR í fimm skipti árið 2020. Því var farið fram á að hinn meinti þjófur myndi afplána eftirstöðvar dómanna frá 2019 og varð Héraðsdómur Reykjaness við þeirri kröfu sem var síðan staðfest í Landsrétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Danir tjá sig um leikinn í gærkvöldi – „Hvað hafa Íslendingar fært okkur annað en vonbrigði . . . og ekkert?“

Danir tjá sig um leikinn í gærkvöldi – „Hvað hafa Íslendingar fært okkur annað en vonbrigði . . . og ekkert?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Reyndi að stinga lögregluna af en náðist á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af en náðist á hlaupum
Fréttir
Í gær

Lenya og Sóley rífast um vændi – „Swerfismi er ekki að fara að leysa neitt“

Lenya og Sóley rífast um vændi – „Swerfismi er ekki að fara að leysa neitt“
Fréttir
Í gær

Ökumaður í vímu rauf COVID-einangrun

Ökumaður í vímu rauf COVID-einangrun