fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sveinn segir Hönnu beita rangri aðferð – „Hér er heilt landslið undir og heil stofnun sökuð um hylmingu á glæpum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. ágúst 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Waage, ráðgjafi og leiðbeinandi hjá Háskólanum í Reykjavík og uppistandari, segist standa með þolendum kynferðisofbeldis en telur þó að ásakanirnar á hendur KSÍ vegna meints kynferðisofbeldis landsliðsmanna ekki vera rétta leið til að ná fram réttlæti.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, skrifaði fyrir nokkru grein þar sem hún gagnrýndi KSÍ fyrir meinta þöggun og kvenfyrirlitningu, en hún heldur því fram að vitað sé innan samtakanna að landsliðsmenn í knattspyrnu hafi gerst sekir um kynferðisbrot. KSÍ hefur vísað ásökununum á bug.

Aðeins hefur komið fram að um landsliðsmenn sé að ræða, en ekki hvaða landsliðsmenn. Sveinn segir þar af leiðandi liggi allir landsliðsmennirnir undir grun og það sé ekki ásættanlegt.

Hann vekur athygli á málinu á Facebook.

„Ég trúi þolendum.

Ég þekki líka heilt og gott fagfólk hjá KSÍ sem svíður undan alhæfingum um að samtökin hylmi yfir nauðgurum. Eðlilega. Þetta eru sömu samtök og ráku nýverið landsliðsþjálfara kvenna fyrir óviðeigandi framkomu við leikmenn. Góður árangur breytti þar engu. Ætla líka að leyfa mér að efast um meinta kvenfyrirlitningu hjá forystunni þ.á.m. framkvæmdastjóra KSÍ, Klöru Bjartmarz.“

Sveinn segir að beina þurfi orkunni að þolendum og gerendum en ekki að draga inn í umræðuna heilan hóp fólks, og vísar hann þá til landsliðsins í knattspyrnu, þótt meðal þeirra gætu leynst brotamenn.

„Dreg ég í efa að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað meðal leikmanna ef þolendur stíga fram? Nei, alls ekki. En ef við miðum við undanfarin mál hafa þolendur stigið fram (undir nafni og ekki) og gerandinn er ljós. Hér er heilt landslið undir og heil stofnun sökuð um hylmingu á glæpum.

Þetta er ekki rétta leiðin. 100% óþol við kynferðisofbeldi er rétt og sjálfsagt en við verðum líka beina orkunni að þolendum og gerendum, en ekki spreyja yfir heilan hóp af fólki þótt innan hans sé pottur brotinn eða tveir. Ef slökkvibíllinn ekur yfir fólk til að komast að eldinum þá er til lítils unnið.“

Sveinn segir að þessi vinnubrögð geti eyðilagt fyrir baráttunni og dregið úr vilja meðal almennings til að útrýma kynferðisofbeldi.

„Það versta er, að slík vinnubrögð geta eyðilagt fyrir aukinni vitund og vilja hjá almenningi að útrýma þessu andsk… ofbeldi. Vinnum þetta saman, en ekki svona. Það skemmir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni