fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Sundruð fjölskylda Þorvalds vegna vandræða með vegabréfsáritanir – „Eins og að þeir vilji ekki að ég komi þarna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 19:30

Þorvaldur og eiginkona hans, Divina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þorvaldsson, sem á eiginkonu, barn og hús á Filippseyjum, er í miklum vandræðum. Hann hefur lengi hlakkað til endurfunda með sinni ástkæru fjölskyldu, endurfunda sem hafa dregist von úr viti vegna sóttvarnatakmarkana og lokana á Filippseyjum. Þorvaldur á pantað flug til Filippseyja þann 13. desember en ferðin er í hættu vegna þess að Þorvaldur er ekki kominn með vegabréfsáritun. Skrautleg saga er á bak við þau vandræði en Þorvaldur sótti um áritun í september. Hann er ósáttur með framkomu sendiráðs Filippseyja í Noregi en Filippseyingar eru ekki með sendiráð á Íslandi og þurfa Íslendingar með tengsl við Filippseyjar að leita til sendiráðs með beiðnir um aðstoð.

Þorvaldur kom til Íslands í mars árið 2020, rétt í þann mund sem Covid-faraldurinn var að breiðast út um heiminn. Hann hefur ekki hitt fjölskyldu sína á Filippseyjum síðan þá en landið var lengi vel lokað og vegabréfsáritun ekki í boði fyrir Þorvald, sem á lögheimili á Íslandi, þrátt fyrir langa sögu á Filippseyjum. Núna er hætta á því að önnur jólin í röð verði fjölskyldan sundruð en ekki var hægt að fá vegabréfsáritun fyrir síðustu jól, landið var lokað.

Að þessu sinni sótti Þorvaldur um vegabréfsritun í september vegna hinna ráðgerðu endurfunda 13. desember. Er hann fékk vegabréfið afhent var röng dagsetning á því og hann þurfti að sækja um aðra áritun. Vandræðin voru þá bara rétt að byrja:

„Vegabréfið týndist í póstinum eftir að það fór frá Osló 28. október. Þá var ekki um annað að ræða en að sækja um vegabréfsáritun númer þrjú. En þá fóru þeir allt í einu breyta þeir dæminu hjá sendiráði Filippseyja í Osló. Þeir krefjast þess að ég sýni fram að ég hafi bankaviðskipti á Filippseyjum, að konan mín sé að bjóða mér út til Filippseyja og að hverfishöfðinginn okkar skrifi upp á að ég hafi sést hérna á ferðinni,“ segir Þorvaldur og bætir við að hann hafi aldrei upplifað þetta öll þau ár sem hann hefur verið að fara á milli landanna.

Þorvaldur í faðmi fjölskyldu sinnar á Filippseyjum

Gætu verið sundruð önnur jólin í röð

„Það er búin að vera mikil tilhlökkun hjá okkur fjölskyldunni að hittast aftur. En vegna framkomu sendiráðs Filippseyja í Osló í Noregi gætu þetta orðið jólin númer tvö hjá okkur í röð þar sem við erum sundruð,“ segir Þorvaldur áhyggjufullur.

Þorvaldur og eiginkona hans hafa verið gift í 12 ár og eiga saman 10 ára gamla dóttur auk tveggja sona konunnar, stjúpsona Þovarldar. Þau hafa komið sér upp heimili á Filippseyjum, húsi sem Þorvaldur byggði og þau fluttu inn í árið 2019.

Í dag fékk Þorvaldur ný skilaboð frá sendiráðinu í Osló, þar sem örlítið er búið að milda kröfurnar, þ.e. ekki er lengur minnst á vitnisburð hverfishöfðingja. En Þorvaldur er krafinn um bankaupplýsingar sem sýna viðskipti á Filippseyjum, vottorð um heimilisfang eiginkonu hans og formlegt bréflegt boð hennar til hans um heimsókn.

Þorvaldur og eiginkona hans eru núna í kapphlaupi við tímann við að útvega þessi gögn í tæka tíð. Þó að þeim takist það fljótt og vel er engan veginn tryggt að vegabréfsáritunin berist tímanlega miðað við hvernig fyrri áritanir hafa misfarist. Vegna vegabréfsins sem týndist í pósti þurfi Þorvaldur að hafa hraðar hendur og sækja um nýtt vegabréf og kom nýja bréfið í gær. En það vantar í það vegabréfsáritunina sem nauðsynleg er til að Þorvaldur komist til ástvina sinna fyrir jól.

„Það er eins og þeir vilji ekki að ég komi þarna,“ segir Þorvaldur ósáttur en þess má geta að honum hefur ekki tekist að fá liðsinni ræðismanns Filippseyja hér á landi vegna málsins. Hún heitir María Priscilla Zanoria og er DV hafði samband við hana sagðist hún ekkert hafa að gera með vegabréfsáritanir og öll slík erindi yrðu að fara í gegnum sendiráð þjóðarinnar í Osló.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
FréttirMatur
Í gær

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag