fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Fréttir

Meint dýraníð verður rannsakað í kjölinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 22:06

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST. Skjáskot Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndefni erlendra dýraverndarsamtaka af illri meðferð á blóðmerum á Íslandi vöktu mikinn óhug fyrir skömmu. Fjallað var um málið á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld og rætt við Hönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar – MAST.

Blóðmerahald snýst um að blóð er tekið úr merum, fimm lítrar í senn, sex sinnum með viku millibili. Bændur sem þetta stunda selja blóðið til fyrirtækis sem notar það til að búa til frjósemishormón fyrir svín.

MAST er sú stofnun sem á að hafa eftirlit með dýravelferð og var Hrönn spurð hvort stofnunin hefði brugðist.

„Við þurfum bara auðvitað að fara ofan í þetta mál og rannsaka það ofan í kjölinn. Það má benda á það að ábyrgð á dýravelferðinni og ábyrgðin á dýrunum liggur alltaf hjá eigandanum. Það má aldrei horfa framhjá því að það er alltaf eigandinn sem er ábyrgur. Matvælastofnun ber hins vegar ábyrgð á eftirlitinu og við erum bara með þetta mál til umfjöllunar hjá okkur. Var rétt tekið á þessu hjá okkur? Vissum við af þessu? En ég held að þetta mál sýni ekki þá upplifun sem við höfum af þessum iðnaði,“ segir Hrönn og leggur þunga áherslu á að aldrei sé hægt að afsaka slæma meðferð á dýrum.

„MAST er búið að hafa samband við dýraverndunarsamtökin sem birtu umrætt myndefni, til að fá myndefnið, á hvaða bæjum þessar myndir voru teknar. Verið er að fara yfir hvort tilkynningar um slæma meðferð hafi borist MAST og hvernig hafi verið brugðist við þeim,“ sagði Hrönn ennfremur og bætti við að málið gæti á endanum verið kært til lögreglu.

Nefnt var að Ísland sé eitt fárra landa í heiminum sem leyfi blóðmerahald og því fari ef til vill eitthvað á milli mála hvort rétt sé að gera þetta.

Hrönn sagði að það væri mat MAST að hægt sé að framkvæma þetta án þess að ógna velferð dýranna. Hvort eigi að stunda þennan iðnað eða ekkki sé umræða sem Alþingi þurfi að taka. „Við getum eingöngu sett fram fagleg rök, sett skilyrði fyrir starfseminni og þar fram eftir götunum, en það er ekki okkar að ákvarða hvort við eigum að stunda þennan iðnað eða ekki.“

Blóðmerahald er ekki starfsleyfisskyld starfsemi en er hins vegar tilkynningaskyld. Hrönn segir að MAST hafi unnið ötullega að því að setja skýrari ramma utan um starfsemina. Fyrirtækin hafi til dæmis sett strangari kröfur um innanhússgæðakerfi og einnig er alltaf dýralæknir til staðar við hverja einustu blóðtöku.

Sjá nánar á vef Hringbrautar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir móður hafa „mistúlkað orð dóttur minnar sem voru meðal annars að hana klæjaði í píkunni því „pabbi skegg kitlar““ – Önnur af kvörtununum tíu í heild sinni

Segir móður hafa „mistúlkað orð dóttur minnar sem voru meðal annars að hana klæjaði í píkunni því „pabbi skegg kitlar““ – Önnur af kvörtununum tíu í heild sinni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Enn aukast vandræði Pútíns – Enn einn ofurstinn drepinn

Enn aukast vandræði Pútíns – Enn einn ofurstinn drepinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Öskrandi kona í Kópavogi – Spretthlaupari handtekinn

Öskrandi kona í Kópavogi – Spretthlaupari handtekinn
Fréttir
Í gær

Heil dós af Thule léttöli fannst í maga þorsks – Sjáðu óhuggulegar myndir

Heil dós af Thule léttöli fannst í maga þorsks – Sjáðu óhuggulegar myndir
Fréttir
Í gær

Stjórnlaus hegðun mannsins á hvíta fyrirtækisbílnum – Dómurinn yfir Brynjari birtur

Stjórnlaus hegðun mannsins á hvíta fyrirtækisbílnum – Dómurinn yfir Brynjari birtur
Fréttir
Í gær

Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis

Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis
Fréttir
Í gær

Valdimar ekki fordæmdur á samfélagsmiðlum eftir atvikið í Nettó

Valdimar ekki fordæmdur á samfélagsmiðlum eftir atvikið í Nettó
Fréttir
Í gær

Hugverkafyrirtæki skortir sérfræðinga til starfa – Þurfa jafnvel að flytja starfsemi úr landi

Hugverkafyrirtæki skortir sérfræðinga til starfa – Þurfa jafnvel að flytja starfsemi úr landi
Fréttir
Í gær

Munu Rússar taka dauðarefsingar upp á nýjan leik? Mikill þrýstingur eftir uppgjöf hermannanna í Maríupól

Munu Rússar taka dauðarefsingar upp á nýjan leik? Mikill þrýstingur eftir uppgjöf hermannanna í Maríupól