fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Draugagangur í Keflavík: Segja að lítill sköllóttur strákur gangi aftur í blokkinni – Fyrrum íbúi kannast ekki við neitt slíkt

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 19:30

Blokkin sem um ræðir - Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Facebook-hóp sem er kenndur er við „sannar“ og íslenskar draugasögur hefur verið mikið rætt um meintan draugagang í blokk á Faxabrautinni í Keflavík. Blokkin sem um ræðir hefur stundum verið kölluð kaupfélagsblokkin en meðlimir Facebook-hópsins vilja meina að þar gangi lítill sköllóttur strákur aftur.

Sá sem birtir upprunalegu færsluna um draugaganginn í blokkinni segir að þessi litli sköllótti strákur birtist þegar börn fara fram á stigagang að leika sér, sérstaklega á kvöldin. „Einhverjir vilja meina að þetta sé aðvörun vegna þess að barn lést í stigaganginum,“ segir meðlimurinn sem birtir færsluna en hann hefur þó engar heimildir fyrir því að barn hafi látið lífið í blokkinni. Hann segir litla bróður sinn hafa séð strákinn mörgum sinnum og spyr hvort einhverjir fleiri kannist við þennan litla sköllótta draug.

Nokkrir meðlimir hópsins segjast kannast við draugaganginn í umræddri blokk. Einn meðlimur hópsins segir að rekja megi drauganginn til andláts drengs sem bjó þarna og lést ungur af slysförum. „Ég veit þetta því þessi strákur lék við bróðir minn,“ segir meðlimurinn. Annar meðlimur hópsins segir að árið 1972 hafi ungur drengur fallið á milli handriða ofan af þriðju hæð blokkarinnar og annar meðlimur kannast við þá sögu. „Ég er viss um að í blokkinni sé fullt af framliðnu fólki.“

Bjó í blokkinni í 26 ár en sá aldrei neinn draug

DV ræddi við Hebu Ingvarsdóttur en hún bjó í blokkinni sem um ræðir í 26 ár. Heba flutti úr blokkinni í sumar, hún gerði það þó ekki vegna draugagangs þar sem hún hefur aldrei orðið var við neitt slíkt. „Draugagangur?“ spurði Heba hissa þegar blaðamaður náði tali af henni vegna málsins. „Ég bjó þarna í 26 ár og ég var nú aldrei vör við neinn draugang.“

Heba hugsar að sagan gæti hafa orðið til vegna eldsvoða í blokkinni en hún hefur þó aldrei heyrt neitt talað um neinn draugagang í blokkinni. „Það er kannski einhver saga bara af því það kviknaði í þarna einu sinni eða eitthvað en ég var aldrei vör við neitt svona. Þetta er bara í fyrsta skipti sem ég heyri af þessu. Ég hef aldrei heyrt neinn tala um þetta heldur, ég er búin að þekkja ansi marga sem hafa búið þarna og ég hef aldrei heyrt neinn tala um einhvern draugagang þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lést vegna COVID á gjörgæslu

Lést vegna COVID á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Þetta eru verstu fjárfestingar Reykjavíkurborgar að mati Kolbrúnar – „Ekki er að sjá að þessi rekstur gangi vel“

Þetta eru verstu fjárfestingar Reykjavíkurborgar að mati Kolbrúnar – „Ekki er að sjá að þessi rekstur gangi vel“
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fingralangur gestur stal úlpu, bíllyklum og fartölvu

Fingralangur gestur stal úlpu, bíllyklum og fartölvu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“