fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Hjúkrunarfræðingur svarar ákalli Svandísar um að tala ekki niður spítalann – „Sorry. Heilbrigðisráðherra, þetta er komið miklu meira en gott“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 18:31

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir stuttu síðan hafði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra orð á því að starfsmenn Landspítalans ættu að hætta að „tala spítalann niður.“ Það er ekki í fyrsta sinn sem Svandís gerir þau orð að sínum, en í janúar 2020, mánuði áður en fyrsta Covid smitið greindist hér á landi, beindi hún þessum nákvæmlega sömu skilaboðum til heilbrigðisstarfsmanna.

Tilefnið þá var það sama og tilefnið nú, neyðarástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans. Af viðbrögðum heilbrigðisstarfsfólks að dæma er ljóst að bón ráðherrans er ekki að leggjast vel í mannskapinn.

Ein þeirra sem svarað hefur ráðherranum er Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Það gerir hún í opinni færslu á Facebook sem vakið hefur gríðarlega athygli í dag. Þegar þetta er skrifað hafa vel á fimmta hundrað líkað við færsluna og henni verið deilt á annað hundrað sinnum.

„Heilbrigðisráðherra kemur fram í fjölmiðlum og biður okkur um að tala ekki niður ástandið á LSH því það fæli frá. Er aðlaðandi fyrir nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing að koma inn í þessar aðstæður?“ spyr Soffía í fæslunni. „Nei,auðvitað ekki, en eigum við að ljúga?“

Soffía tekur fyrir það að verið sé að tala niður Landspítalann, en bendir á að frekar sé rætt um ástandið sem þar ríki og að heilbrigðisstarfsfólk kalli eftir breytingum. „Við hrópum og köllum fyrir skjólstæðinga okkar,“ segir Soffía. „Við höfum marg lýst ástandinu og það er ekkert að batna… versnar með degi hverjum ef eitthvað er. Sem vaktstjóri á bráðamóttöku ertu í sífelldum tetris leik, hver getur farið á gang, 1,1,1,2,3 4, 5, 5,1/2, 5og 3/4 og upp í 9. Og þá er ekki meðtalið öll hin gangaplássin og biðstofur.“

Soffía lýsir því þá jafnframt að oft séu ekki til stólar til þess að bjóða öldruðum, verkjuðum og veikum skjólstæðingum þeirra sem þarf þá að sinna á göngum úti þar sem það er berskjaldað. Hún segir heilbrigðisstarfsfólk ekki vilja hafa þetta svona.

„Við viljum hugsa um hvern sjúkling af alúð og gera okkar allra besta. Að fara heim með samviskubit, vanlíðan og kvíða yfir að hafa ekki gert nóg er ömurlegt. Við erum búin að fá nóg. Sorry. Heilbrigðisráðherra, þetta er komið miklu meira en gott. Nú hefur fjöldi hjúkrunarfræðinga sagt upp eða minnkað við sig starfshlutfall.“

Þá bendir Soffía á að fjöldi starfsmanna á bráðamóttöku hafi sagt upp störfum. „Hvernig á bráðamóttaka að starfa eftir 1. mars þegar uppsagnir taka gildi? Slys, bruni, veikindi, fíknivandi og andleg vanlíðan, hjartastopp? Hver á að bjarga þér?“ spyr Soffía.

Færslu Soffíu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH