fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Upplifði „hreint helvíti“ eftir að hún kvartaði undan kynferðislegri áreitni læknis – Landspítalinn viðurkennir mistök

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Logi Þórarinsson, sérfræðilæknir á Landspítalanum, hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna ásakana nokkurra samstarfskvenna hans um kynferðislega áreitni. Frá þessu greindi Mannlíf fyrst á föstudag en RÚV greindi frá því á sunnudag að fleiri en ein kona hafi kvartað undan Birni en fengið þau svör frá spítalanum að deildin þeirra ætti að leysa málið sjálf.

Ein þeirra kvenna sem sakað hafa Björn um áreitni deildi sögu sinni með Stundinni og lýsti þeim áhrifum sem málið hefur haft á líf hennar, en hún segir áreitnina hafa staðið yfir frá árinu 2017 þegar hún var enn læknanemi og segir hún Landspítalann hafa brugðist sér í málinu.

Áreitti hana áfram þrátt fyrir að vera beðinn um að hætta

Konan, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir að Björn Logi hafi áreitt hana einkum í gegnum samskiptaforritið Snapchat en þar hafi hann til að mynda sent henni mynd af getnaðarlim sínum og óviðeigandi skilaboð á borð við : Ég veit nákvæmlega hvaða herbergi í Fossvogi ég myndi nota til að ríða þér.“

Hún tilkynnti áreitnina formlega í febrúar á þessu ári en hafði þó áður látið yfirmann sinn vita en fékk þau skilaboð að ekki þætti ástæða til að setja málið í formlegt ferli þar sem Björn hafði þá nýlega fengið tiltal vegna ábendinga um kynferðislega áreitni sumarið 2020. Birni hafði þá verið vísað til stuðnings- og ráðgjafarteymi spítalans til að vinna úr sínum málum.

Konunni var jafnframt tilkynnt að vildi hún að málið færi í formlegt ferli yrði hún að leggja fram ábendingu undir nafni og þar sem ábending hennar var nafnlaus þótti ekki tilefni til að áminna Björn formlega í starfi.

Eins var henni sagt að til að málið færi í formlegt ferli þá yrði Björn að áreita hana aftur. Sem hann svo gerði þrátt fyrir að hafa verið varaður við að það myndi hafa afleiðingar ef hann setti sig aftur í samband við konuna.

Upplifði hreint helvíti eftir að hún tilkynnti Björn

Þá tilkynnti hún málið formlega undir nafni með stuðningi frá Læknafélagi Íslands og lögfræðingi félagsins. Hún segir í samtali við Stundina að hún hafi ekki viljað hafa á samviskunni að aðrar konur lendi í því sama og segist hafa upplifað „hreint helvíti“ eftir að hún tilkynnti. Þar sem Björn hafi ekki verið sendur í leyfi hafi hún átt á hættu að rekast á hann á spítalanum svo hún varð að færa sig um stað og vinna í annarri byggingu og taka út veikindadaga sökum ofsakvíða sem hún glímdi við vegna málsins.

„Ég var komin með blæðandi magasár og farin að kasta upp blóði. Það kom fyrir að það leið yfir mig í vinnunni og ég grét mikið á kvöldin yfir því að þurfa fara í vinnuna daginn eftir.“

Stuðnings- og ráðgjafateymi spítalans var fengið að rannsaka málið og komust að þeirri niðurstöðu að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Engu að síður var Birni hvorki vikið frá störfum né var hann áminntur og fékk að halda áfram vinnu sinni „óáreittur“ á meðan konan endaði með að hafna því að stunda sérfræðinám á Landspítalanum af ótta við að mæta Birni.

Landspítalinn viðurkennir í svörum sínum til Stundarinnar að hafa brugðist konunni og ekki veitt henni viðeigandi stuðning. Mun spítalinn leita allra leiða ti að ná sáttum við þolanda og bæta vinnubrögð en meðal annars verður leitað til fagaðila, kynjafræðinga og aðgerðarsinna í samfélaginu til að taka málefnum gerenda fastari tökum í framtíðinni. Konan er jafnframt beðin afsökunar.

Nánar má lesa um málið í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar þar sem konan lýsir viðbrögðum spítalans og afleiðingum áreitninnar á líf sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus