fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Telur „föðurbróður“ sinn raunverulegan föður sinn – Leitar nú sannleikans um hvað gerðist Verslunarmannahelgina áður en hann fæddist

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 12:05

mynd/samsett DV/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms í faðernismáli. Er manninum þar gert skylt að mæta í blóðtöku svo hægt sé að gera DNA-rannsókn á því hvort hann sé faðir annars manns.

Sá sem höfðar málið veit hver móðir sín er, en ekki faðerni sitt. Móðir hans er nú látin. Á skjali sem hann lagði fram fyrir dómstólinn kemur fram að hann hafi verið óskilgetinn, en þó kemur þar fram nafn manns í óskýru letri.

Maðurinn var skírður í höfuðið á umræddum manni. Hann segir að þegar hann hafi verið sex ára gamall hafi honum verið sagt að hann væri faðir sinn, en hann hafi aldrei hitt hann. Í staðinn ólst hann upp ásamt móður sinni, eiginmanni hennar, og börnum þeirra.

Þegar maðurinn sem hann taldi væri faðir sinn lést komst hann í samband við önnur börn hans, og þau hvatt hann til að sanna faðerni sitt. Síðastliðið haust kveðst hann hafa farið í DNA-rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu, ásamt syni mannsins. Sú rannsókn hafi leitt í ljós að þeir væru ekki bræður. En það var ekki eina áhugaverða niðurstaðan, þannig er nefnilega mál með vexti að þeir gætu verið bræðrasynir.

Víkur þá sögunni að öðrum manni, stefnda í dómsmálinu, en sá er bróðir hins mannsins. Týndi sonurinn segist hafa upplýsingar um það að móðir hans hafi haft samfarir við báða bræðurna á getnaðartíma sínum, nánar tiltekið um verslunarmannahelgina árið áður en hann fæddist.

Fram kemur að í úrskurði Bæjarfógetans, þar sem fólkið bjó á sínum tíma, hafi báðir bræðurnir verið dæmdir til að greiða meðlag með syninum, helming hvor.

Maðurinn sem sonurinn stefndi telur að barnið hafi á sínum tíma verið rétt feðrað bróður sínum. Jafnframt telur hann bróður sinn ávalt hafa talið sig föðurinn, og ekki séð ástæðu til að vefengja faðernið.

Í úrskurði Héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi í raun aldrei neitað að hafa haft samfarir við móðurina á getnaðartíma sonarins, og byggir mál hans ekki á því. Þá hafi stefnandinn lagt fram gögn sem bendi til þess að hann hafi verið ranglega feðraður, og að hann kunni að vera sonur bróður skráðs föður síns. Það á eflaust við um rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar.

Þá kemur fram að mat dómsins sé á þann veg að týndi sonurinn hafi „gert nægilega líklegt að stefndi hafi haft samfarir við móður hans.“ Þó kemur fram að ekki sé hægt að áætla faðernið nema með blóðsýnatöku og DNA-prófi. Því er úrskurðað að hann skuli gangast undir slíkt próf, svo hægt sé að komast að sannleikanum.

Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur þann úrskurð, og er hann því að öllum líkindum endanlegur.

Úrskurð Landsréttar má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH