fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Steinbergur vill sjá afsagnir hjá lögreglunni – „Eitt umfangsmesta klúður í sögu embættisins“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. október 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason fer fram á afsagnir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar dómsuppkvaðningar í Rauðagerðismálinu  sem hann kallar „eitt umfangmesta klúður í sögu embættisins.“ Þetta kemur fram í aðsendi grein Steinbergs í Fréttablaðinu í dag.

Í gær var kveðinn upp 16 ára fangelsisdómur yfir Angjelin Sterkaj fyrir morðið Arm­ando Beqirai við heimili hans í Rauðagerði. Hinsvegar voru þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada sýknuð af kröf­um ákæru­valds­ins. Steinbergur var um tíma verjandi Antons Kristins Þórarinssonar sem var með stöðu grunaðs manns í málinu.

Rifjar Steinbergur á að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi í lok mars á þessu ári blásið til blaðamannafundar þar sem lögreglumenn hafi stært sig af árangri sínum varðandi umfangsmestu rannsókn á tímum embættisins. Að mati Steinbergs eldist fundurinn illa, ekki eingöngu vegna þeirra sýknudómanna heldur einnig vegna vandlætingar dómarans sem taldi vinnubrögðin við rannsóknina ámælisverð. „Það eru þung orð þegar dómstóll ávarpar stærsta lögregluembætti landsins. Þeir sem ábyrgðina bera hljóta að axla hana. Einfaldasta leiðin í þeim efnum er að taka pokann sinn.“

Bolað úr starfi

Að sögn Steinbergs sat Anton Kristinn í um tvær vikur undir allskonar dylgum lögreglunnar í um að hann væri mögulega höfuðpaurinn í málinu.  Steinbergur var síðan kallaður til sem vitni í málinu sem gerði það að verkum að hann gat ekki varið Anton. Steinbergur segir lögregluna hafa bolað sér úr starfinu. „Í kjölfarið fylgdu hefðbundnar aftökur á alþingi götunnar. Til viðbótar var hann með klækjabrögðum lögreglunnar sviptur lögmanni sínum og verjanda sem sagt var að kalla þyrfti til sem vitni. Í þeirri yfirheyrslu, sem fram fór til málamynda mörgum mánuðum síðar var ég í raun ekki spurður um neitt – og alls ekkert sem skipti máli við rannsóknina og hvað þá miðað við þá sýknudóma sem nú hafa fallið. Lögreglan bolaði mér einfaldlega út úr verjandahlutverkinu með því að gera mig að ósekju að vitni. Það var augljóst brot á réttindum skjólstæðings míns en því miður aðeins eitt af fjölmörgu öðru ofbeldi sem fjöldi fólks var beittur við rannsóknina.“

Steinbergur bendir síðan á að alls hafi 14 einstaklingar verið handteknir og fengið  réttarstöðu sakbornings. „Níu þeirra voru settir í gæsluvarðhald og sjö voru úrskurðaðir í farbann. Sex húsleitir voru framkvæmdar. Þegar mest var unnu hátt í 50 lögreglumenn samtímis að rannsókninni sem sérstaklega var sögð beinast að starfsemi erlendra glæpagengja á Íslandi. Hundruðum milljóna hefur verið kastað á glæ í rannsókn og aðför að saklausum einstaklingum sem m.a. þurftu að verjast yfirvofandi þungum fangelsisdómum ef óskhyggja lögreglunnar gengi eftir.“

Að mati lögfræðingsins séu fjölmörg atriði sem orki tvímælis í rannsókn lögreglu.

„Eitt af þeim stóru er að hún lætur ekki duga að rannsaka heldur gerir sérstaka skýrslu, nokkurskonar samantekt á málinu, sem efnislega gengur í raun út á það eitt að enda þótt lögreglan geti ekki sannað sekt allra þeirra sem hún málaði á stóru myndina sé hún engu að síður sannfærð um aðild þeirra að málinu. Skýrslan er full af órökstuddum samsæriskenningum um skipulagða morðaðför. Héraðsdómur afþakkar þetta „sérálit“, sem hann dæmir brot á hlutlægnisskyldu og segir vinnubrögðin ámælisverð.“

Þekking lögreglu engin

Steinbergur segir það einnig hafa vakið furðu að lögreglan hafi í margar vikur vitað um vopnið í höndum Angjelin Sterkaj þrátt fyrir að hann hafi ekki haft til þess leyfi. Spyr Steinbergur af hverju beðið hafi verið með að taka vopnið af  morðingjanum.

„Á fyrrnefndum blaðamannafundi lögreglunnar sagði Margeir Sveinsson, þáverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stjórnandi rannsóknarinnar, að deild sín hefði „… lyft Grettistaki í rannsóknum, kortlagningu og þjálfun starfsmanna vegna rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi á síðustu misserum og hefði sú þekking reynst vel í þessu máli.“ Á sama fundi sagði Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, þegar hún reyndi að réttlæta aðförina að mér og skjólstæðingi mínum m.a. að á milli lögreglunnar og lögmanna ríkti alla jafna gagnkvæm virðing fyrir störfum og hlutverkum hvors annars. Síðan bætti hún við að „… lögreglumenn og ákærendur þurfa ávallt að gæta að hæfi sínu þegar kemur að rannsókn sakamála og hið sama gildir um lögmenn.“ Sneiðin um vanhæfið var til mín og langt í frá í felulitum,“ skrifar Steinbergur.

Hann líkir þessum ummælum lögreglu um eigið ágæti við söguna um nýju fötin keisarans.

„Nýtilkomin þekking lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi skiptir hér engu máli enda kom í ljós að hún var engin í þessu tiltölulega einfalda morðmáli. Að mínu viti er eina hæfið sem stendur núna eftir af því þrennu sem sviðsstjórinn taldi upp einmitt hæfi mitt til þess að verja skjólstæðing minn.“

Eftir þessa útreið í héraðsdómi telur Steinbergur það  eðlilegt að draga hæfi lögreglunnar undir fyrrgreindri forystu stórlega í efa. „Hún hefur orðið ber að því eina ferðina enn að brjóta á réttindum fjölmargra einstaklinga, gera þá að sakborningum, hneppa í gæsluvarðhald og valda þeim alvarlegum miska með glannalegum yfirlýsingum og margvíslegum öðrum hætti. Um leið bakar lögreglan ríkisvaldinu umtalsverða bótaskyldu auk tuga milljóna króna í málsvarnarlaun fyrir viðkomandi,“skrifar Steinbergur og vísar til þess að Ríkissjóður þarf að greiða um 52 milljónir króna í málsvarnarlaun lögmanna þeirra sem voru sýknaðir.

Hér má lesa grein Steinbergs í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“