fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hildur uggandi yfir refsivaldi almennings – „Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur fyrir byltingar en hrikalegur dómstóll“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 14:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum þegar séð atlögur gerðar að því að framfylgja réttlætinu svo að segja í beinni og það vekur mér raunverulegum ugg að það verði að viðteknum hlut að fólk í samfélaginu taki refsivaldið í sínar hendur þegar kerfið bregst,“ skrifar Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í pistli sem hún birti á Facebook rétt í þessu. Vísar hún í máli sínu til metoo-byltingarinnar og segir rangt að beina spjótum að íslensku réttarkerfi og lögum, og hvað þá að almenningur taki sér dómsvald. Réttara sé að hefja heiðarlegt samtal og ráðast að rótum vandans – breyta menningunni og samfélaginu þar sem ofbeldið þrífst.

Fagnar umræðunni 

Hildur er lögfræðingur að mennt og er þolandi kynferðisofbeldis og hefur það komið henni á óvart að upplifa breytingu á eigin viðhorfum í nýrri metoo-bylgju sem hófst hér á landi fyrir skömmu.

„Heilt yfir fagna ég þeirri mikilvægu umræðu sem er að eiga sér stað. Það hefur verið þungbært að lesa yfir allan þann aragrúa frásagna þar sem fólk lýsir upplifun sinni af ofbeldi. Það er þungbært að átta sig á að það eru enn alvarlegar brotalamir í samskiptum fólks og í kerfinu sem á að styðja við það. Það má segja að síðustu ár hafi verið ein langvarandi bylting, margt hefur unnist til betri vegar og við erum enn að.“

Hildur sem lögfræðingur kveðst þó eiga erfitt með að kryfja slík mál algjörlega óháð lagalegu hlið þeirra.

„Lögin verða aldrei fullkomin en sanngjarnt réttarkerfi er ein mikilvægasta trygging mannréttinda sem fram hefur komið í sögu mannkyns.“

Hildur segir söguna sýna fram á að er réttarkerfi eru virt að vettugi og lög túlkuð eftir hentugleik þá bjóði það upp á „ógeðfellt ofríki“.

„Ef við ætlum að breyta samfélaginu verður það að vera með þeim hætti að við kollvörpum ekki kerfum sem þjóna þeim tilgangi að vernda grunnréttindi borgaranna og að við bætum ekki eitt óréttlæti með því að búa til annað óréttlæti“

Hrikalegur dómstóll

Hildur segir margt gott geta komið fram samfélagsmiðlum, en slíkir miðlar eigi ekki að fara með dómsvald.

„Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur fyrir byltingar en hrikalegur dómstóll. Þetta finnst mér verða að hafa í huga þótt tilfinningarnar gagnvart kerfi sem þykir ekki virka á sanngjarnan hátt séu meira en skiljanlegar.“

Margir hafi skoðun á því hvernig hægt sé að bregðast við ástandinu, en fólkið í landinu eigi ekki að taka sér refsivald þegar kerfið bregst.

„Byltingunni fylgja ótal raddir og skoðanir um hvernig eigi að bregðast við. Við höfum þegar séð atlögur gerðar að því að framfylgja réttlætinu svo að segja í beinni og það vekur mér raunverulegum ugg að það verði að viðteknum hlut að fólk í samfélaginu taki refsivaldið í sínar hendur þegar kerfið bregst.

Ef við tökum okkur ekki tíma til að ræða hvernig við viljum leysa vandann og hvaða áhrif lausnirnar geta haft á allt samfélagið getur farið mjög illa.“

Ekki kollvörpun

Hildur telur því tíma til kominn að hefja heiðarlegt samtal um hvernig sé hægt að breyta þeirri menningu sem býr til ofbeldið og hvernig sé hægt að skapa samfélag sem trúir og hlustar á þolendur og bjóði málum farveg sem komi þolendum sem og gerendum að raunverulegu gagni.

„Ef við viljum gera gagngerar breytingar verðum við að ræða það til hlítar og líta á allar mögulegar afleiðingar. Við getum ekki krafist kollvörpun kerfa nema ræða hvað eigi að komi í staðinn.

Þess vegna hlýtur nú að taka við heiðarlegt samtal um það hvernig við getum breytt menningunni sem býr til ofbeldið, búið til samfélag sem hlustar og trúir og býður leiðir sem koma að raunverulegu gagni fyrir þolendur og gerendur – en að við gætum þess að á eftir sitjum við ekki uppi með ríki þar sem fólk getur ekki treyst því að réttarkerfið verndi grunnréttindi þeirra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás
Fréttir
Í gær

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs
Fréttir
Í gær

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“