fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Íslendingar keyptu Bitcoin fyrir 600 milljónir í janúar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 09:00

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar keyptu Íslendingar rafmyntina Bitcoin fyrir 600 milljónir króna hjá fyrirtækinu Myntkaupum ehf. Talið er að 0,34% af viðskiptum með rafmyntir hafi tengst ólögmætri starfsemi á síðasta ári.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að minnisblað frá Rafmyntaráði Íslands hafi verið kynnt á fundi með Sjálfstæðisflokknum í vikunni og að í því komi fram að Íslendingar hafi keypt Bitcoin fyrir 600 milljónir.

Fjöldi viðskiptavini Myntkaupa er sagður hafa næstum þrefaldast á síðustu tveimur mánuðum og séu þeir nú um þrjú þúsund.

Verðið á Bitcoin hefur sveiflast mikið síðustu mánuði og misseri og ár en í vikunni fór það í fyrsta sinn yfir fimmtíu þúsund dali fyrir eitt Bitcoin.

Morgunblaðið hefur eftir Kjartani Ragnars, framkvæmdastjóra Rafmyntaráðs, að töluvert hafi borið á alvarlegum staðreyndavillum og úreltum upplýsingum í umfjöllun fjölmiðla um rafmyntir að undanförnu. Því sé til dæmis haldið fram að rafmyntir séu „hornsteinn í ýmissi ólöglegri starfsemi“ en hið rétta sé að á síðasta ári sé áætlað að 0,34% af viðskiptum með rafmyntir hafi tengst ólöglegri starfsemi. Hann sagði jafnframt að umræðan beri þess merki að íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki haft mikið fyrir því að kynna sér nýjar áherslur og breytta tíma varðandi Bitcoin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi