Alþjóðlegur dagur örvhentra er í dag. Á lefthandersday.com má finna heilan helling af fróðleik um líf örvhentra.
Líf örvhentra er alltaf aðeins erfiðara en líf rétthentra. Örvhentir eiga til dæmis erfitt með að skrifa í stílabækur án þess að höndin verði svört. Tölum nú ekki um skæri og önnur tæki og tól sem eru yfirleitt gerð fyrir rétthent fólk. Örvhentir þurfa að kaupa sér sérstök tæki, stundum á hærra verði.
Bored Panda tók saman myndir sem sýna raunveruleika örvhentra. Sjáðu myndirnar hér að neðan.