fbpx
Laugardagur 19.september 2020

„Að afplánun lokinni reyni ég að koma mér inn í samfélagið á ný, en það er hins vegar á brattann að sækja“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í pistlinum sem hér fer á eftir segir móðir frá reynslu sinni. Hún framdi glæp, fékk dóm fyrir og óskaði eftir því að hefja afplánun hans strax. Þrátt fyrir þá ósk mátti hún bíða og bíða á meðan aðrir fengu að fara fram fyrir hana í röðinni og hefja afplánun. Frásögn hennar sýnir að mismunun er staðreynd víða í þjóðfélaginu, líka þegar kemur að því að hefja afplánun fyrir glæpi.

Þessi frásögn hér að neðan er frá árinu 2015 en að því er ég best veit, og upplifi, hefur lítið sem ekkert breyst í þessum efnum og því finnst mér full ástæða til að hún komi fram, ásamt eftirmála. Sumir eru bara „jafnari“en aðrir, ennþá.

Dæmisaga en samt ekki

Ég frem glæp, (í fyrsta sinn á ævinni), ég er tekin (í fyrsta sinn á ævinni), ég fæ dóm, fangelsisdóm (í fyrsta sinn á ævinni). Öll fangelsi eru full og ég fer á biðlistann. Ég reyni að komast yfir þetta stóra áfall mitt, þessi stóru mistök mín, en það gengur erfiðlega því yfir mér hangir dómurinn og spurningin um hvenær ég fái að hefja áfplánun.

Ár líður og annað ekkert gerist. Í millitíðinni fá nokkrar manneskjur fangelsisdóma og fá að hefja afplánun í sama mánuði og dómur er staðfestur! Af hverju? Af hverju þetta fólk en ekki ég? Jú, þau báðu um að fá að hefja afplánun strax!

Frábært hugsa ég, ég geri þetta, ég fer og bið um að fá að hefja afplánun og ljúka þessu svo ég geti farið að lifa eðlilegu lífi á ný, lokað þessum kafla lífs míns. Ég hef samband við Fangelsismálastofnun, fæ samband við réttu manneskjuna og ber upp erindi mitt, ahhhh já, heyrðu hafðu samband eftir mánuð og þá vitum við eitthvað. Ég hef samband eftir mánuð, ahhhh, já. heyrðu ég var að koma úr fríi og hef ekki haft tíma til að skoða þetta, hafðu samband eftir mánuð!!

Af hverju þarf ég að bíða og bíða? Fólk sem fékk dóm á eftir mér fékk að hefja afplánun þremur vikum eftir dóm af því að það bað um það, „og þegar það gerist (sem er mjög sjaldgæft) er allt gert til að mæta fólki og verða við þeirri bón,“ segir sjálfur fangelsismálastjóri! Ég bara skil ekki þetta kerfi!

Best að taka það fram að ég er að tala um mismunandi glæpi, mismunandi glæpamenn, úr mismunandi stigum þjóðfélagsins. Það eina sem við eigum sameiginlegt er að hafa framið glæp, verið tekin og fengið dóm. Það er samt akkúrat það sem ætti að vera aðalmálið, finnst mér.
Eða hvað?

Ég er manneskja á mínus lágmarkslaunum, borga mína reikninga 1. hvers mánaðar og læt það meira að segja ganga fyrir öllu öðru svo ég lendi ekki í vandræðum, börnin eru næst og þá er allt búið og venjulega er þá kominn annar dagur hvers mánaðar og biðin eftir næstu mánaðamótum hafin, aftur. Sem sagt, ég er bara venjuleg manneskja sem er að reyna að komast af dag fyrir dag, eins og svo margir aðrir.

Hinir sem ég nefni hér og fengu dóma og fengu að hefja afplánun strax, „af því að þeir báðu um það,“ það er fólkið úr efri stétt þjóðfélagsins, fólkið sem sýslar með peninga, okkar peninga, fólkið sem er með hundruðir þúsunda og jafnvel miljónir í laun á mánuði, fólkið sem leikur sér að því að kaupa út á krít, borgar ekkert og er gert gjaldþrota og fær svo afskrifaðar skuldirnar því þau eiga ekkert nema kannski rétt fötin sem þau eru í og miljónirnar á földu reikningunum í skattaparadísum úti í heimi og allt hitt sem er á nöfnum annarra fjölskyldumeðlima eða fyrirtækja sem sinna allt öðru og er í eigu einhvers annars sem kemur þessu máli ekkert við  allt önnur kennitala sjáið til en á þó allar rætur að rekja til þess aðila sem fékk dóminn og fékk að hefja afplánun strax „af því að hann bað um það.“

Hver segir svo að fólki sé mismunað í þjóðfélaginu??!! Hver segir svo að fólki sé mismunað á Íslandi? Það er náttúrulega bara helber vitleysa og bara eins og hver annar kjaftagangur!! Á Íslandi eru sko allir jafnir !!

Mér finnst þetta alveg mega vitnast þar sem baráttan um jafnan rétt til allra, sama hvað, er í hæstu hæðum, sem er vel og þarf og á að halda áfram. En þessi saga er alls ekki skálduð, svona er þetta hér á landinu okkar, því miður enn þann daginn í dag.

Þó þessi frásögn sé úr heimi þeirra sem villst hafa af leið, misstigið sig, úr heimi þeirra sem hafa, einhverra hluta vegna, orðið undir í lífsbaráttunni og eru vegna þess ekki hátt skrifaðir í þjóðfélaginu, þá á hún rétt á að heyrast. Hún á rétt á að vera sögð og hún á rétt á að fylgja með í baráttunni fyrir jöfnum rétti allra. Sem og allar aðrar sögur sem vitna um mismunun og órétt í þjóðfélaginu.

Eftirmáli:

Að afplánun lokinni reyni ég að koma mér inn í samfélagið á ný með það í huga, og í hjarta, að breyta rétt og verða nýtur þjóðfélagsþegn. Það er hinsvegar á brattann að sækja því hindranir spretta upp og ég rekst á veggi sem ég hafði ekki upplifað áður að væru til.

Þessir „hinir“ í sögunni, luku sinni afplánun líka. Þeir komu út í samfélagið og héldu áfram, (og halda áfram), sínu lífi rétt eins og ekkert hefði í skorist og kannski var það bara þannig því þeir sinntu sínu og fengu sitt fram innan fangelsisveggjanna rétt eins og þeir gerðu, og gera, utan þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Augnablik sigraði Víking

Augnablik sigraði Víking
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Morgunblaðið óttast að landið verði opnað upp á gátt fyrir flóttamönnum

Morgunblaðið óttast að landið verði opnað upp á gátt fyrir flóttamönnum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Garðbæingurinn Georg Mikaelsson ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Sagður hafa leynt eignarhaldi sínu á félagi í skattaparadís

Garðbæingurinn Georg Mikaelsson ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Sagður hafa leynt eignarhaldi sínu á félagi í skattaparadís
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Tyrklandsför Spanó

Tyrklandsför Spanó
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Ívar kærir Jón Magnús til Siðanefndar lækna

Jón Ívar kærir Jón Magnús til Siðanefndar lækna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Thiago mættur á æfingasvæði Liverpool í læknisskoðun

Thiago mættur á æfingasvæði Liverpool í læknisskoðun
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Auglýsingaherferð Kringlunnar sigraði í London

Auglýsingaherferð Kringlunnar sigraði í London