fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Clooney brást ekki

Leikarar geta ekki horfið af skjánum eins og ekkert sé

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 27. október 2016 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er lágmarkskrafa að leikarar sem leika sömu sjónvarpspersónuna nokkur ár í röð skilji við hana á sómasamlegan hátt. Mikill misbrestur er á þessu. Fremur nýlegt dæmi er Dan Stevens sem lék Matthew í Downton Abbey. Hann var farinn að þrá að gera eitthvað annað og sagði skilið við þættina með þeim afleiðingum að persóna hans dó í hörmulegu bílslysi. Eftir það hef ég nokkrum sinnum séð Dan Stevens bregða fyrir í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og sendi honum ætíð kuldalegt augnaráð. Hann hefði vel getað leikið í Downton í nokkur misseri enn í staðinn fyrir að gera eiginkonu sína Mary að ekkju og nýfæddan son sinn föðurlausan. En hann kaus að sýna ábyrgðarleysi.

Aðalpersónur sem náðu ekki saman.
Staupasteinn Aðalpersónur sem náðu ekki saman.

Matthew dó.
Dan Stevens Matthew dó.

Ég hef aldrei getað horft á endursýningar á Staupasteini (Cheers) jafn skemmtilegir og þeir þættir voru. Shelley Long, sem lék Díönu, þráði að verða kvikmyndastjarna og hætti í þáttunum. Hún sló reyndar aldrei eftirminnilega í gegn á hvíta tjaldinu, þannig að hún hefði betur haldið sig við þættina. Aðalpersónurnar Díana og Sam náðu aldrei saman og þar er Long um að kenna. Hún sveik aðdáendur þáttanna mjög illilega og það er enn munað.

Eins og kunnugt er þá er George Clooney einstakur maður, fallegur, gáfaður, góður og skemmtilegur. Hann skildi við Bráðavaktina (ER) með sóma en þar lék hann barnalækninn Ross. Clooney gerði þá kröfu áður en hann hætti í þáttunum að Ross og hjúkrunarkonan Carol næðu saman. Með þessu sýndi hann ábyrgð og festu og brást ekki aðdáendum sínum, ólíkt mörgum öðrum leikurum sem láta sér á sama standa um örlög sjónvarpspersóna sinna. Mikill sómamaður hann Clooney minn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna