fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Ófærð og Sigmundur bestir í Evrópu

Ófærð bestu leiknu þættirnir í Evrópu – Panama-þáttur Oppdrag Granskning verðlaunaður

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 25. október 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófærð hlaut um helgina Prix Europa-verðlaunin sem besta leikna sjónvarpsþáttaröðin, en 26 þáttaraðir voru tilnefndar í flokknum.

Prix Europa-verðlaunin, sem hafa verið veitt frá árinu 1987, eru sameiginlegt verkefni Sambands evrópskra útvarpsstöðva, Evrópusambandsins og Evrópuráðsins.

„Þessi framúrskarandi þáttaröð sem byggir á einstakri karlpersónu og stórkostlegum leikhóp á sér stað í áhrifamiklu landslagi í miðri baráttu við náttúruöflin,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndarinnar. Þá er leikstjórn, myndatöku og framleiðsluvinnunni hrósað í hástert.

Það voru þó fleiri Íslendingar sem tengdust þáttum sem voru verðlaunaðir á hátíðinni, því sænski fréttaskýringarþátturinn Oppdrag Granskning var verðlaunaður fyrir umfjöllun sína um Panama-skjölin. Einn mikilvægasti hluti þáttarins var hið víðfræga viðtal þáttastjórnandans við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, en í kjölfar viðtalsins neyddist Sigmundur til að segja af sér embætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna