fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Hekla gerir upp hörmungina í Hörpu: „Nú er ár liðið frá þessum mannlega harmleik“

Fókus
Mánudaginn 11. nóvember 2019 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ár síðan að Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum, lenti í vægast sagt leiðinlegri uppákomu í Hörpu. Hún mætti þangað til að horfa á tónlistarmanninn Devonté Hynes á Airwaves í fyrra.

„Ég stend þarna og allt í einu byrjar að gusast út úr mér ælan, bara Heklugos, ótrúlegt magn og ótrúlegur kraftur þar sem ég stend úti í horni í Flóa í Hörpu fyrir framan hundruð manna,“ sagði Hekla á sínum tíma um atvikið í Morgunþættinum Múslí á Útvarp 101.

Sjá einnig: Ferð Heklu í Hörpu endaði með ósköpum

Hekla var ekki búin að snerta áfengi alla helgina heldur var um, svo hún hélt, að ræða mjög illa tímasetta gubbupest. „Ég hugsaði: Þetta er lágpunkturinn í mínu lífi. Ég held utan um ruslafötu, er út ötuð í gubbi og það eru fimm mínútur í að Blood Orange stigi á svið. Ekki í mínum villtustu martröðum hefði svona gerst,“  sagði hún.

Mannlegur harmleikur

Það er komið ár síðan að atvikið átti sér stað og í tilefni dagsins ritar Hekla svokallaðan uppgjörspistil. Hún deilir honum á Twitter.

„Nú er ár liðið frá þessum mannlega harmleik og því verður ekki hjá því komist að líta yfir farinn veg, taka stöðuna og endurmeta hlutina,“ segir Hekla.

„Ég er ekki búin að fyrirgefa örlögunum fyrir að hafa vegið svona mjög að öllu sem mér var kært […] Ég þarf að minnsta kosti sjö ár í viðbót af sjálfsvinnu til að öðlast æðruleysið sem þarf til að sætta mig við niðurlæginguna, komast yfir beiskjuna og fyrirgefa meltingarkerfinu mínu fyrir að hafa brugðist mér á ögurstundu.“

Ekki var um venjulega ælupest að ræða, heldur kom í ljós að Hekla var með gallstein. Hún fékk því miður ekki að eiga hann.

„Þá hefur gallsteinninn, sem í ljós kom að var valdur að þessu atviki og mörgum svipuðum í kjölfarið, verið fjarlægður. Ég fékk ekki að eiga hann en svæfingalæknirinn sendi mér mynd af honum í einkaskilaboðum á Twitter. Hann var stærri en margar myntir sem ég hef séð og minni en sumar plánetur. Hann hlaut nafnið Gannes Gallsteinn Gissurarson. Bölvuð sé minning hans,“ segir Hekla.

„Er ég betri manneskja eftir þessa lífsreynslu? Nei. En ég er auðmjúk. Auðmjúk eins og ungabarn sem veit fátt annað en að það getur skitið í bleyjuna sína hvar og hvenær sem er. Og það er gott. Þroskandi. Heldur mér á jörðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EM: Noregur vann Sviss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“