fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fókus

Ferð Heklu í Hörpu endaði með ósköpum: „Ekki í mínum villtustu martröðum hefði svona gerst“ 

Fókus
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hugsaði: Þetta er lágpunkturinn í mínu lífi,“ sagði Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, skáldkona og samfélagsmiðlastjóri fyrir UN Women á Íslandi, í Morgunþættinum Múslí á Úvarp 101 í morgun.

Óhætt er að segja að Hekla hafi lent í leiðinlegri uppákomu í Hörpu um helgina, en þangað var hún mætt til að horfa á sinn uppáhaldstónlistarmann, Devonté Hynes sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Blood Orange, á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni.

Átti að vera besti dagurinn í lífi hennar

„Ég komst að því fyrir ekki svo löngu að Blood Orange ætti að spila á Airwaves hátíðinni í ár. Ég æstist öll upp því ég hef dáð og dýrkað Blood Orange í fimm ár ef ekki lengur. Þannig að ég keypti mér miða bara til að fara á Blood Orange,“ sagði Hekla í spjallinu við þau Sögu Garðarsdóttur og Jóhann Kristófer Stefánsson, Joey Christ, í þættinum.

Svo kom að stóra deginum síðastliðinn laugardag og segir Hekla að þetta hafi átt að vera besti dagur lífs hennar. Stóri dagurinn var hins vegar fljótur að breytast í martröð.

Vakin er athygli á því að lýsingarnar sem hér fylgja eru ef til vill ekki fyrir klígjugjarna.

Fór að svitna og líða illa

„Ég kem einum og hálfum tíma fyrir tónleikana til að tryggja mér stað fremst. Og ég stend og ég bíð og ég hlusta á einhverja hljómsveit sem var fín – man reyndar ekki hvað hún heitir. Svo byrjar mér að verða smá heitt og líða illa í maganum,“ sagði Hekla sem á þessum tímapunkti var ekki sérstaklega áhyggjufull. Hún hafði borðað Dominos-pizzu í kvöldmat og taldi að um „verðskuldað bakflæði“ væri að ræða.

Líðan Heklu hélt áfram að versna og um það bil fimmtán mínútum áður en Blood Orange átti að stíga á svið fór hún að svitna óhóflega. „Og mér líður eins eins og það sé að fara líða yfir mig,“ sagði Hekla sem hugsaði með sér að þetta ætti til að gerast á fjölmennum tónleikum. Stundum væri lítið súrefni í salnum og mikill hiti. Hún væri ekki sú fyrsta sem liði illa á tónleikum innan um mannfjöldann.

„Ég ákveð að fara út úr þvögunni og þá líður mér eins og ég sé að missa meðvitund. Loksins kem ég mér úr þvögunni og þá fer ég að fá kvíða og mér líður eins og ég sé að fá kvíðakast,“ segir Hekla sem brá sér út í hornið í tónleikasalnum. Það var þá sem martröðin byrjaði fyrir alvöru.

„Ég stend þarna og allt í einu byrjar að gusast út úr mér ælan, bara Heklugos, ótrúlegt magn og ótrúlegur kraftur þar sem ég stend úti í horni í Flóa í Hörpu fyrir framan hundruð manna.“

„Kæri hlustandi, ég biðst velvirðingar“

Saga spurði Heklu hvert hún hefði ælt. „Fyrst bara svona yfir mig, í hárið á mér og upp í nefið á mér því ég reyndi að stoppa þetta,“ sagði Hekla sem bað svo hlustendur Útvarps 101 velvirðingar. „Kæri hlustandi, ég biðst velvirðingar á grófum lýsingum en svona var þetta. Þessu ætlaði aldrei að ljúka,“ sagði Hekla sem náði að gubba í ruslatunnu einnig.

Svo komu einhverjir starfsmenn aðvífandi sem ætluðu að hjálpa henni – Hekla segir að þeir hafi eflaust talið að hún væri mjög drukkin en staðreyndin hafi verið sú að hún hafði ekki snert áfengi alla helgina.

„Ég fékk alveg hita og allt þannig að þetta var bara mjög illa tímasett gubbupest. Ég hugsaði: Þetta er lágpunkturinn í mínu lífi. Ég held utan um ruslafötu, er út ötuð í gubbi og það eru fimm mínútur í að Blood Orange stigi á svið. Ekki í mínum villtustu martröðum hefði svona gerst,“ sagði Hekla sem vatt sér inn á salerni til að þvo hárið og fötin. Hún hafi verið staðráðin í að sjá sinn uppáhaldstónlistarmann og farið aftur inn í salinn.

„Ég næ einu lagi og þá kemur aftur svona yfirliðstilfinning. Þá gafst ég upp,“ sagði Hekla sem kvaðst hafa hringt í eiginmann sinn, farið út í strætóskýli og grenjað. „Þetta var bara mannlegur harmleikur. Maðurinn minn sótti mig – ég á að minnsta kosti mann. Pælið í ef ég hefði þurft að taka leigubíl?“

Þegar Saga spurði Heklu hvað hún hefði gert þegar hún kom heim, sagði hún: „Ég gubbaði aðeins meira, tók panódíl, grenjaði alveg fullt og maðurinn minn sagði við mig: Ef þú vilt horfa á Grease núna þá skal ég horfa á hana með þér. Ég sagði bara takk, en nei takk. Ég ætla aðeins að marínerast í eigin óhamingju.“ Hekla var sem betur fer fljót að ná sér. Hún var að minnsta kosti fljót að komast yfir áfallið.

„Svo vaknaði ég daginn eftir og ég mundi að það eru verri hlutir í heiminum sem koma fyrir fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn