fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Fegurðardrottning verður fatahönnuður: „Undanfarna daga hafa allar heimsins tilfinningar komið yfir mig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 21:47

Fanney Ingvarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin og bloggarinn Fanney Ingvarsdóttir opinberaði það í bloggi á Trendnet fyrr í kvöld að hún hafi verið að vinna að sinni eigin fatalínu undanfarna mánuði.

„Síðasta vor, eða nánar tiltekið í maí í fyrra, var fyrsti undirbúningsfundur formlega haldinn svo ferlið er því orðið ansi langt og margir stórskemmtilegir mánuðir af vinnu að baki. Hingað til hefur þetta verið algjört „leyniverkefni“ og hef ég í allan þennan tíma haldið því fyrir sjálfa mig og mína nánustu,“ skrifar Fanney. Leyniverkefnið er ný fatalína sem Fanney vann með Gallerí 17 og heitir MOSS X FANNEY INGVARS. Fanney hefur strítt aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum með alls kyns dulum skilaboðum síðustu daga.

Drottning við barinn. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

„Þið hafið eflaust mörg hver tekið eftir smá „tease-i“ á samfélagsmiðlum undanfarna daga en ég hef verið að klæðast og birta myndir af mér í flíkum úr línunni. Það reyndist á endanum mjög erfitt því mér bárust óteljandi fyrirspurnir um flíkurnar og þótti mér mjög erfitt að geta ekki svarað ykkur með fullnægjandi svörum, þó ég væri að sjálfsögðu óendanlega þakklát að finna fyrir áhuganum! Nú get ég loksins skýlt mér á bakvið það en þessar flíkur tilheyra sumsé fatalínunni minni, MOSS X FANNEY INGVARS sem ég er ofsalega stolt af.“

Gul og glæsileg. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Nýja fatalínan fer í sölu þann 11. apríl næstkomandi, en þessi tímamót eru ansi tilfinningaþrungin fyrir Fanneyju.

„Undanfarna daga hafa allar heimsins tilfinningar komið yfir mig en núna get ég ekki annað en brosað út að eyrum. Ég varð einfaldlega smá meyr af stolti þegar ég sá allar flíkurnar mínar hangandi saman á slá í fyrsta sinn í síðustu viku.“

Töffari. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Átján flíkur eru í línunni en hver flík hlýtur nafn sem er sérstakt í huga fegurðardrottningarinnar.

„Allar flíkurnar skírði ég í höfuðið á mínum nánustu vinkonum en mér þótti það viðeigandi þar sem þær voru mér afar mikilvægur stuðningur í gegnum þetta ferli. Alltaf tilbúnar að gefa mér ráðleggingar þegar ég þurfti og eins gáfu mér nauðsynleg „pepp“ á þeim stundum sem ég leyfði mér að efast. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát og fyrir vikið langaði mig að skíra flíkurnar mínar í höfuðið á þeim,“ skrifar Fanney og lofar nánari upplýsingum um línuna á næstu dögum.

Tignarleg. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“