fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Át kleinur í svefni sem barn

Kristján Baldursson, lögmaður með hestadellu og talar portúgölsku

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Baldursson, lögmaður og eigandi fasteignasölunnar Trausti, er bráðskemmtilegur hestaáhugamaður sem á von á sínu fyrsta barni í ágúst. Móðir hans er fyrirmynd hans í lífinu og besta ákvörðunin var að hringja í unnustuna Hrafnhildi á sínum tíma. Kristján svarar spurningum vikunnar.

Fæddur og uppalinn? Reykjavík.

Mér finnst gaman að … ríða út á góðum hesti.

Síðasta kvöldmáltíðin? Falleg.

Brenndur eða grafinn? Grafinn.

Hvað gerirðu milli kl. 17–19? Er oftast í vinnunni þá.

Samfélagsmiðlar eða dagblöðin? Bæði.

Hvað ertu með í vinstri vasanum? Ekkert.

Bjór eða hvítvín? Bjór.

Hver stjórnar fjarstýringunni á þínu heimili? Frúin.

Hvernig var fyrsti kossinn? Magnaður.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Sölumaður deyr (gefin út eftir mína daga).

Hver er draumabíllinn? Tesla.

Fyrsta starfið? Kúasmali.

Fallegasti staður á landinu? Arnarstapi.

Hvaða ofurkraft værir þú til í að vera með? Að geta klappað með annarri hendi.

Gist í fangaklefa? Já, eina nótt á menntaskólaárunum, það fór í reynslubankann.

Sturta eða bað? Langt bað.

Húðflúr eða ekki? Ekki ennþá.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég tala portúgölsku.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Þegar Tottenham endaði fyrir ofan Arsenal í ensku deildinni í vor.

Fyrirmynd í lífinu? Mamma.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Þegar ég át 20 kleinur í svefni og leitaði þeirra síðan eins og óður maður daginn eftir, ég var þriggja ára og já, ég var feitt barn.

Ertu með einhverja foóbíu? Að týna kleinunum mínum.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Hringja í Höbbu mína á sínum tíma.

Furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Tapaði veðmáli þegar ég var 12 ára og þurfti að fá mér eina skeið af fóðurbæti fyrir kýr – það var spes.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Of mörg til að telja upp.

Klukkan hvað ferðu á fætur? Sex.

Leigirðu eða áttu? Á.

Hvaða bók er á náttborðinu? Engin akkúrat núna.

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Genghis Khan.

Hver er fyrsta endurminning þín? Ég að leita að kleinunum mínum, þriggja ára.

Lífsmottó? Lífið er ljúft.

Uppáhaldsútvarpsmaður/-stöð? FM95BLÖ.

Uppáhaldsmatur/-drykkur? Sagres – Portúgalskur bjór.

Uppáhaldstónlistarmaður/-hljómsveit? Pearl Jam, sá þá á tónleikum síðastliðið haust, magnaður konsert.

Uppáhaldskvikmynd/-sjónvarpsþættir? Messan á Stöð 2 Sport.

Uppáhaldsbók? Þúsund ára einsemd og Dýragarðsbörnin.

Uppáhaldsstjórnmálamaður? Æi, pass.

Kristján er mikill aðdáandi portúgalska liðsins og talar portúgölsku reiprennandi.
Áfram Portúgal Kristján er mikill aðdáandi portúgalska liðsins og talar portúgölsku reiprennandi.
Kristján og kærastan, Hrafnhildur Soffía Hrafnsdóttir, um síðustu áramót.
Kærastan Habba Kristján og kærastan, Hrafnhildur Soffía Hrafnsdóttir, um síðustu áramót.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar