Helgi Björnsson söngvari
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Helgi Björnsson
1.049.946 kr. á mánuði
Helgi Björnsson vinnur alltaf nýja sigra, nú síðast í Mamma Mia fyrir fullu Borgarleikhúsi. Það er ekki bara söngurinn sem heillar aðdáendur, Helgi hefur líka leikhæfileika og áberandi sjarma. Hann má vera vel sáttur við tekjur sínar sem sýna að hann er eftirsóttur. Helgi söng með Grafík og síðan tók við sigurganga með Síðan skein sól og Reiðmönnum vindanna og svo vitanlega sólóferill sem enn er í miklum blóma.