fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fókus

Töffuðustu silfurtæfurnar

Átta töff tæfur

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki alls fyrir löngu, og reyndar reglulega, þá birtist fyrirsögnin Flottustu silfurrefirnir þar sem taldir eru upp hæfileikaríkir karlmenn á miðjum aldri sem flíka gráum lokkum og hafa bætt við menningarflóruna með tilveru sinni. En í öllu þessu árlega fári þá gleymist stundum að við eigum súperflottar silfurtæfur hér á landi.

Fríða Ísberg.
Fríða Ísberg.

Biðlar ljóðskáldið og heimspekingurinn með meiru, Fríða Ísberg, til fjölmiðla að greiða úr þessu hið snatrasta í Facebook-færslu sinni á dögunum. Þar deilir hún áðurnefndri grein af Smartlandi og segir fyrir ofan: “Nennir einhver að taka saman flottustu silfurtæfur landsins?” og það er ekki seinna vænna en að gera einmitt það.

Tæfa þýðir varasöm kona

Nú er orðið tæfa alls ekki notað á niðrandi hátt í þessari grein, þó svo löngum hafi það verið gert hér áður. Reyndar væri alveg hægt að nota orðið tófa eða læða, en þau orð væru eiginlega of meinlaus fyrir þessar svölu konur sem á eftir koma. Auk þess væru þau alls ekki jafnlíkleg til að laða að sér lesendur. Það væri reyndar sérpistill að greina þá orðræðu sem viðhefst, að nota orð yfir kvenkynsdýr í niðrandi merkingu, á meðan orð yfir karlkynsdýr eru yfirleitt ekki jafn skeinuhætt, jafnvel svolítið sjarmerandi. En nóg um það. Samkvæmt íslenskum orðabókum er orðinu tæfu lýst svo:

Tæfa: NAFNORÐ (KVENKYN)

BEYGINGAR:
tæfa – tæfu – tæfu – tæfu
tæfur – tæfur – tæfum – tæfa/tæfna

MERKINGAR:
1. kvenkyns hundur eða refur;
2. kvenkyns refur;
3. varasöm kona

Eins og sést, þá á orðið tæfa nokkuð vel við þennan pistil, þar sem tæfa er kvenkyns refur sbr. silfurrefur, en einnig hefur orðið merkinguna varasöm kona, en konurnar hér á eftir kalla ekki allt ömmu sína og myndu verja æru sína með kjafti og klóm ef til þess kæmi. Að sjálfsögðu eigum við ógrynnin öll af flottum konum á miðjum aldri, en þær eru örlítið færri sem kjósa náttúrulegan gráan og hvítan framyfir stofu- eða pakkalitinn. Nú er ekki frá talið að telja upp fáeinar hæfileikaríkar og súperflottar silfurtæfur sem flíka óhindrað gráum og hvítum makka sínum og gera það fjandi vel.

Halldóra er ein þekktasta og virtasta leikkona landsins og flíkar sínum gráa makka fagmannlega. Hún ein af þeim yngri á þessum lista og eiginlega ónáttúrulega töff. Hún á sér eflaust persónulega lindaruppsprettu snilldar og töffleika einhvers staðar á vel földum stað og er eiginlega of svöl til að vera á þessum lista.
Halldóra Geirharðsdóttir Halldóra er ein þekktasta og virtasta leikkona landsins og flíkar sínum gráa makka fagmannlega. Hún ein af þeim yngri á þessum lista og eiginlega ónáttúrulega töff. Hún á sér eflaust persónulega lindaruppsprettu snilldar og töffleika einhvers staðar á vel földum stað og er eiginlega of svöl til að vera á þessum lista.
Amma rokksins! Hún kenndi okkur öllum frá blautu barnsbeini að trúa á rokkið. Hún var löngu farin að leyfa sínum hvítu lokkum að skína áður en það komst í tísku að aflita hárið og gera það grátt “granny style”... Lifi rokkið og lifi Andrea!
Andrea Jónsdóttir Amma rokksins! Hún kenndi okkur öllum frá blautu barnsbeini að trúa á rokkið. Hún var löngu farin að leyfa sínum hvítu lokkum að skína áður en það komst í tísku að aflita hárið og gera það grátt “granny style”… Lifi rokkið og lifi Andrea!

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ástsælasta leikkona þjóðarinnar þó víða væri leitað og einn af stofnendum leikhópsins Grímu. Kristbjörg hefur túlkað öll helstu kvenhlutverk leiklistarsögunnar og heldur ótrauð áfram.
Kristbjörg Kjeld Ástsælasta leikkona þjóðarinnar þó víða væri leitað og einn af stofnendum leikhópsins Grímu. Kristbjörg hefur túlkað öll helstu kvenhlutverk leiklistarsögunnar og heldur ótrauð áfram.

Mynd: © Kristinn Magnússon © Kristinn Magnússon

Tími Jóhönnu er kominn en Jóhanna, fyrrum forsætisráðherra og pólitíkus hefur skartað hvítum geislabaugi síðan við öll munum eftir okkur.
Jóhanna Sigurðardóttir Tími Jóhönnu er kominn en Jóhanna, fyrrum forsætisráðherra og pólitíkus hefur skartað hvítum geislabaugi síðan við öll munum eftir okkur.
Kristín er einn af okkar bestu rithöfundum og leikskáldum og með sínum einstaka stíl hefur hún stimplað sig inn í heilaberki lestrahesta og verður þar væntanlega um ókomna tíð.
Kristín Ómarsdóttir Kristín er einn af okkar bestu rithöfundum og leikskáldum og með sínum einstaka stíl hefur hún stimplað sig inn í heilaberki lestrahesta og verður þar væntanlega um ókomna tíð.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ósk er ein af þeim yngri í hópi silfurtæfa en hún er ekki síður verðugur fulltrúi. Myndlistarmaður, leiðsögumaður, fjallageit, göngugarpur og margt fleira. Ósk er hæfileikarik, flott og gráhærð (svona að einhverju leyti)!
Ósk Vilhjálmsdóttir Ósk er ein af þeim yngri í hópi silfurtæfa en hún er ekki síður verðugur fulltrúi. Myndlistarmaður, leiðsögumaður, fjallageit, göngugarpur og margt fleira. Ósk er hæfileikarik, flott og gráhærð (svona að einhverju leyti)!
Við höfum séð nokkuð af Hlín í sjónvarpinu undanfarið og fáum einfaldlega ekki nóg af henni. Hún liggur aldrei á skoðunum sínum og kallar ekki allt ömmu sína. Hlín er og verður ímynd silfurtæfunnar.
Hlín Agnarsdóttir Við höfum séð nokkuð af Hlín í sjónvarpinu undanfarið og fáum einfaldlega ekki nóg af henni. Hún liggur aldrei á skoðunum sínum og kallar ekki allt ömmu sína. Hlín er og verður ímynd silfurtæfunnar.
Kristín, rithöfundur og myndlistarmaður hefur kvatt sér til hljóðs með áhrifaríkum myndskreytingum sínum og frábærum barnabókum sem innblásnar eru af norrænni goðafræði.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir Kristín, rithöfundur og myndlistarmaður hefur kvatt sér til hljóðs með áhrifaríkum myndskreytingum sínum og frábærum barnabókum sem innblásnar eru af norrænni goðafræði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Poppstjarnan orðin óþekkjanleg – „Er þetta í alvörunni hún?“

Poppstjarnan orðin óþekkjanleg – „Er þetta í alvörunni hún?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín