Rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson sýndi snærræði í morgun þegar hann stökk út og slökkti eld. Hann greinir frá þessu á Facebook. Hann segir að konan sín hafi komið auga að við næsta hús, timburhús, hafi eldur staðið upp úr stóru íláti. Plastborð hafi staðið í ljósum logum og lítið hafi þurft að gerast svo eldurinn næði í húshliðina. Það hefði getað endað með ósköpum.
„Svo ég stökk út, furðu liðlega, og dreifði eldinum og slökkti hann að mestu áður en slökkvilið kom á staðinn og kláraði málið,“ skrifar hann og slær svo á létta strengi: Þið megið kalla mig Fire-eater það sem eftir er dags! Verst hvað það er mikil brunalykt af mér.“