fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Bakslag hjá Stefáni Karli: „Á endanum kemst maður á leiðarenda“

Stefán Karl Stefánsson leikari þarf á leggjast inn á spítala á ný

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Karl Stefánsson leikari greinir frá því á Facebook að hann þurfi að leggjast inn á spítala í nokkra daga. „Jæja, aftur á spítalanum í nokkra daga smá bakslag en ekkert alvarlegt, en svo bara heim aftur. Svona er lífið, tvö skref áfram og svo eitt aftur á bak, á endanum kemst maður á leiðarenda,“ skrifar Stefán Karl.

Eiginkona Stefáns Karls, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, greindi frá því fyrir viku að sjúkdómur hans væri langt genginn, eða á fjórða stigi, og því lífslíkur hans verulega skertar. Hann greindist með gallgangnakrabbamein í fyrrahaust.

„Meinvörp þessa sjúkdóms er stundum hægt að fjarlægja með skurðaðgerðum eins og í aðgerðinni sem Stefán fór í gegnum fyrir hálfum mánuði en óvíst er að hann þyldi fleiri slíkar þegar sjúkdómurinn lætur aftur á sér kræla eða að það verði hreinlega gerlegt vegna staðsetningar meinvarpa. Um þetta er lítið hægt að spá á þessari stundu. Við vonum það besta,“ sagði Steinunn Ólína þá.

Hún minnti á að þrátt fyrir þessar sorgar fregnir væri mikilvægt að njóta lífsins. „Þrátt fyrir að líkurnar og tölfræðin séu okkur ekki í hag og kerti Stefáns brenni hratt þá ætlum við ekki að dvelja við það og verða örkumla af hræðslu. Við vitum að tíminn er dýrmætur sem aldrei fyrr og höfum einsett okkur að njóta hans eins vel og okkur gefst kostur á. Dauðinn er nauðaómerkilegur – lífið er hinsvegar ekkert minna en stórkostlegt!,“ sagði Steinunn Ólína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Fókus
Í gær

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Fyrir 3 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ekki opinn fyrir skyndikynnum heldur bíður eftir alvöru ást

Vikan á Instagram – Ekki opinn fyrir skyndikynnum heldur bíður eftir alvöru ást
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla