fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

FJÖR MEÐ FRUMHERJUM ROKKSINS

Garðar Guðmundsson (74) sér um rokktónleika:

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. apríl 2017 22:00

Garðar Guðmundsson (74) sér um rokktónleika:

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum héldu frumherjar rokksins hér á landi tónleika í Salnum Kópavogi. Fullt var út úr dyrum á tónleikunum og komust færri að en vildu. „Þetta var bara eins og eldur, það var svo mikið fjör,“ segir Garðar Guðmundsson söngvari, sem er hvatamaðurinn að því að hópurinn kom saman.

„Ég hóf sjálfur ferilinn 1957 í hljómsveitinni Flamingo í Vetrargarðinum, síðan var ég í Pónik og Garðar, Tónar og Garðar, Garðar og Gosar og að lokum í JJ kvintett þar til ég hætti 1967,“ segir Garðar. Árið 1983 byrjaði hann þó aftur að koma fram ásamt rokkurunum sem fram komu í Salnum þetta kvöld. „Við höfum svo verið að koma fram saman af og til síðan, komum til dæmis fram þegar rokkið var 50 ára, 55 ára og núna þegar það var 60 ára. Nokkrir félaga okkar sem komið hafa fram með okkur eru fallnir frá. Rokkarinn Siggi Johnny féll frá í fyrra, hann var magnaður alla tíð. Við minnumst þessara vina okkar með söknuði.“

Garðar er sá sem kom hópnum saman í byrjun og hefur séð um að hann komi reglulega fram, við mikinn fögnuð tónleikagesta.
GARÐAR GUÐMUNDSSON Garðar er sá sem kom hópnum saman í byrjun og hefur séð um að hann komi reglulega fram, við mikinn fögnuð tónleikagesta.

Einir tónleikar í hvert sinn

„Ég hef séð um hópinn frá byrjun,“ segir Garðar. „Það vantar alltaf einn til að koma svona í gang. Og við ákváðum að hafa bara 1–2 „show“ í hvert sinn og skrúfa svo fyrir þetta. Ég, Stefán og Þorsteinn erum allir jafngamlir, fæddir 1942, en Rúnar er aldursforsetinn okkar, fæddur 1940. Hin eru aðeins yngri,“ segir Rúnar kankvís. „Tvö úr hópnum treystu sér ekki til að vera með í þetta sinn, en það eru þau Anna Vilhjálmsdóttir og Einar Júlíusson.“

Söngkonurnar Helena Eyjólfsdóttir, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, Mjöll Hólm og Bertha Biering sýndu að þær hafa engu gleymt.
FRÍÐIR SÖNGFUGLAR Söngkonurnar Helena Eyjólfsdóttir, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, Mjöll Hólm og Bertha Biering sýndu að þær hafa engu gleymt.

Byrjaði á Broadway

Hluti af hópnum hóf samstarfið 1983 þegar rokksýningar hófust á Broadway. „Það eru ég, Mjöll, Þorsteinn, Harald og Stefán sem erum „original“ frá þeim árum,“ segir Garðar. Nokkur þeirra; Mjöll, Garðar, Stefán, Þorsteinn, Helena og Þorvaldur, hafa gefið út efni á plötum. „Svo má til gamans geta þess að við Stebbi erum með disk í gangi og seldust nokkur eintök af honum í salnum,“ segir Garðar.

Hluti af hópnum er síðan enn að syngja og koma fram við hin ýmsu tækifæri, það eru Garðar, Þorvaldur, Helena og Mjöll. „Sjálfur kem ég fram með félaga mínum, við köllum okkur Stuðgæja og höfum verið að spila á þorrablótum og slíku. Einnig kem ég fram einn með undirspili nokkurra laga, þá tek ég tæknimann með mér og þannig hef ég komið töluvert fram,“ segir Garðar, sem sér um að rokkið og frumkvöðlar þess á Íslandi gleymist ekki.

Rokkararnir Þór Nielsen, Stefán Jónsson og Harald G. Haraldsson ræða málin baksviðs. Stefán byrjaði fyrstur af þeim í bransanum, árið 1957.
ÞRUSUÞRENNA Rokkararnir Þór Nielsen, Stefán Jónsson og Harald G. Haraldsson ræða málin baksviðs. Stefán byrjaði fyrstur af þeim í bransanum, árið 1957.
Bertha Biering og hjónin Anna María Sampsted og Garðar Guðmundsson bíða pollróleg baksviðs eftir að tónleikarnir byrji.
HITAÐ UPP Í SÓFANUM Bertha Biering og hjónin Anna María Sampsted og Garðar Guðmundsson bíða pollróleg baksviðs eftir að tónleikarnir byrji.
Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson hafa bæði sungið í fjölda ára við miklar vinsældir. Helena söng fyrst í kirkjukór 10–12 gömul og söng sálm inn á plötu.
MEÐ ÁRATUGA REYNSLU Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson hafa bæði sungið í fjölda ára við miklar vinsældir. Helena söng fyrst í kirkjukór 10–12 gömul og söng sálm inn á plötu.
Rokkararnir sungu hver með sínu nefi og sýndu svo sannarlega að þeir hafa engu gleymt.
ÞÓR NIELSEN Rokkararnir sungu hver með sínu nefi og sýndu svo sannarlega að þeir hafa engu gleymt.
HARALD G. HARALDSSON
HARALD G. HARALDSSON
BERTHA BIERING
BERTHA BIERING
STEFÁN JÓNSSON
STEFÁN JÓNSSON
ÞORVALDUR HALLDÓRSSON
ÞORVALDUR HALLDÓRSSON
RÚNAR GUÐJÓNSSON
RÚNAR GUÐJÓNSSON
ÞORSTEINN EGGERTSSON
ÞORSTEINN EGGERTSSON
ÓMAR RAGNARSSON
ÓMAR RAGNARSSON
JÓHANNA FJÓLA ÓLAFSDÓTTIR
JÓHANNA FJÓLA ÓLAFSDÓTTIR
Þorvaldur og Rúnar taka hér sveiflu í miðjum dúett.
DÚETT Þorvaldur og Rúnar taka hér sveiflu í miðjum dúett.
Ómar Ragnarsson, Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Haraldsson sungu lagið „Ég tek hundinn“ og gerði Ómar sér lítið fyrir og kom skríðandi inn gólfið líkt og hundur.
ÉG TEK HUNDINN Ómar Ragnarsson, Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Haraldsson sungu lagið „Ég tek hundinn“ og gerði Ómar sér lítið fyrir og kom skríðandi inn gólfið líkt og hundur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart