fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Ragnar Egilsson er látinn

Slasaðist illa sumarið 2014 – „Hélt sínum karakter þrátt fyrir allt“

Kristín Clausen
Föstudaginn 3. febrúar 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann var skemmtilegur, glaður, jákvæður og hélt sínum karakter þrátt fyrir allt,“ segir frænka Ragnars Egilssonar sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 27. janúar síðastliðinn. Tilvera Ragnars, sem var 33 ára þegar hann lést, breyttist varanlega sumarið 2014 eftir að hann lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi og lamaðist frá hálsi.

DV fjallaði um slysið og afleiðingar þess á líf Ragnars og fjölskyldu hans á sínum tíma en fyrstu vikurnar eftir slysið var honum vart hugað líf.

Þá vakti það mikla athygli þegar Ragnar safnaði sér fyrir ferðalyftara sumarið 2016 með því að selja buff með myndum af hauskúpum, Hvolpasveitinni og Hello Kitty. Í samtali við DV sagði Ragnar að söfnunin hefði farið fram úr hans björtustu vonum, en lyftarinn var nauðsynlegur svo hann gæti brugðið sér áhyggjulaus út úr húsi.

Hann var mjög æðrulaus.
Jákvæðnin kom Ragnari langt Hann var mjög æðrulaus.

Ragnar barðist oft fyrir lífi sínu á þessum tveimur og hálfa ári frá því hann lenti í slysinu. Þá stóðu foreldrar hans, systkini og makar þeirra þétt við bakið á Ragnari á þessu erfiða tímabili.

„Ragnar var sonur, bróðir, mágur og síðast en ekki síst uppáhaldsfrændi margra. Verum góð við hvert annað, lífið er núna,“ segir frænka Ragnars í pistli sem hún skrifaði til minningar um hann.

Ragnar á góðri stundu.
Húmorinn var alltaf til staðar Ragnar á góðri stundu.

Að lokum vill fjölskyldan koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem studdu við bakið á þeim eftir að Ragnar slasaðist. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Von sem er styrktarsjóður gjörgæslunnar á Landspítalanum í Fossvogi.

Kt: 490807-1010, banki: 0513-26-3147

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Í gær

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar