fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fókus

María Birta: „Ég er með vefjagigt og það er frábært!“

Auður Ösp
Mánudaginn 30. janúar 2017 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósýnileg einkenni

Talið er að allt að 12 þúsund Íslendingar séu haldnir vefjagigt (fibromyalgia syndrome) en um er að ræða langvinnan sjúkdóm eða heilkenni sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá hinum ýmsu líffærakerfum og þykir oft á tíðum ansi óútreiknanlegur. Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir. Þetta kemur fram á doktor.is.

Vefjagigtin getur þróast á löngum tíma og viðkomandi gerir sér litla grein fyrir í fyrstu að eitthvað óeðlilegt sé í gangi. Verkir sem hlaupa til dag frá degi, stirðleiki og yfirþyrmandi þreyta af og til eru oft byrjunareinkennin. Einkennin eru ekki viðvarandi í fyrstu, koma og fara, ný einkenni bætast við. Smám saman vindur sjúkdómurinn upp á sig þar til einkenni hverfa ekki langtímum saman. Einkennin eru mjög mismunandi milli einstaklinga, bæði af fjölda og hversu slæm þau eru. Vefjagigt getur verið mildur sjúkdómur þar sem viðkomandi heldur nær fullri færni og vinnugetu, þrátt fyrir verki og þreytu, en hann getur líka verið mjög illvígur og rænt einstaklinginn allri orku þannig að hann er vart fær um annað en að sofa og matast.

Þar sem ekki sjást nein ummerki um sjúkdóminn, hvorki á sjúklingnum, né í almennum læknisrannsóknum þá hafa þessir einstaklingar oft á tíðum mætt litlum skilningi heilbrigðisstarfsfólks, aðstandenda, vina eða vinnuveitenda. Enn þann dag í dag telja sumir að vefjagigt sé í raun ekkert annað en verkjavandamál sem geti talist eðlilegur hluti af lífinu og enn aðrir telja að um sé að ræða „ruslafötu greiningu“ það er að allt sé kallað vefjagigt sem ekki er hægt að greina sem aðra „almennilega sjúkdóma.“

„Ég man að það fyrsta sem ég sagði var „Það er frábært!“, og ég meinti það. Þegar maður er búin að vera með litla og mikla verki í bland allt sitt líf og farið til óteljandi lækna sem skilja ekkert í þessu þá er alveg hreint frábært að fá greiningu,“ segir María Birta Bjarnadóttir leikkona, fyrirsæta og verslunareigandi en hún greindist með vefjagigtarsjúkdóminn fyrir rúmum tveimur árum. Vefjagigtin er þó ekki það eina sem María Birta hefur þurft að kljást við.

Sjá einnig: Fyrr eða síðar mun finnast lækning við vefjagigt

María Birta hefur getið sér gott orð sem leikkona hérlendis, meðal annars með frammistöðu sinni í kvikmyndinni Svartur á leik, auk þess sem hún staðið í verslunarrekstri frá táningsaldri. Hún er um þessar mundir búsett í Los Angeles þar sem hún haslar sér völl innan kvikmynda og sjónvarpsgeirans.

Í pistli sem birtist á vefsvæðinu Dætur kveðst María Birta hafa þjáðst af stöðugum magakvölum sem barn, sem voru að öllum líkindum vegna glútein og laktósaóþols. Líðanin stórbatnaði eftir að hún hætti að innbyrða mjólk og rautt kjöt, og síðar pasta og lýsir hún því þannig að hún hafi síðan þá verið afar meðvituð um mataræðið. Hún var þó ekki laus við allar kvalir en hún lýsir því þannig að henni hafi verkjað í ákveðna staði á líkamanum nánast daglega, auk þess sem hún svaf illa og náði aldrei djúpsvefni. Þá var henni tjáð af lækni var hún væri líklega með sjúkdóminn endómetríósu.

„Fyrir 2 árum segir pabbi minn mér að hann hafi verið að greinast með vefjagigt. Ég vissi ekkert hvað vefjagift væri svo ég vafraði um netið í marga klukkutíma og las mig mikið til og var eiginlega strax á því að þetta væri nú ekki útskýringin fyrir mínum veikindum því mér fannst svo margir tala um þunglyndi og vefjagigt saman og ég er alls ekki þunglynd og hef aldrei verið svo þetta gæti bara ekki verið það sem að ég væri með þótt mér fyndist lýsingarnar á verkjunum vera nokkuð svipaðar og mínum.“

Sjá einnig: Vefjagigt staðfest með blóðrannsókn

María birta hitti í kjölfarið lækni sem greindi hana með vefjagigtarsjúkdóminn, og tjáði henni jafnframt að verkirnir sem áður var haldið að væru tilkomnir vegna endómetríósu mætti í raun rekja til vefjagigtarinnar.

Mér finnst þetta alls ekki neikvætt, mér finnst flestir hafa eitthvað til að díla við, annaðhvort líkamlega eða andlega og ef að þetta er minn böggull þá skal ég með glöðu geði samþykkja það! Hvað annað er hægt að gera í stöðunni!? Verða þunglynd yfir því? Nei takk,“

segir María Birta en hún kveðst halda verkjunum í skefjum með inntöku ýmissa vítamína og bætiefna, auk þess sem hollt mataræði og mikil vansdrykkja ýti undir vellíðan hennar dagsdaglega. Þá lýsir hún því hvernig regluleg hreyfing hefur gert kraftaverk fyrir líðan hennar.

„Ég þekki fullt af fólki sem er með vefjagigt og það sem að ég held að sé einna mest að hrjá þau er hreyfingarleysi. Ég veit alveg hversu erfitt það getur verið byrja: egar ég byrjaði í spinning fyrst þá hélt ég að ég væri að deyja, verkirnir voru svo miklir og ég náði varla andanum og svo fékk rosalegt blóðsykurfall í miðjum tíma, en glætan að ég ætlaði að gefast upp,“ ritar María Birta jafnframt sem mælir með því að þeir sem þjáist af vefjagigt leggi bílnum og gangi meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra