fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fókus

Anna Lára leiðréttir mýtur um flóttafólk á Akranesi: „Sólargeisli, fyrirmyndarnemendur og vonarstjarna í fótbolta“

Auður Ösp
Mánudaginn 30. janúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað gengur fólki til sem alhæfir svona og dreifir óhróðri um hóp fólks sem það þekkir augljóslega ekki neitt?,“ spyr Anna Lára Steindal, heimspekingur og verkefnisstjóri hjá Rauða Krossinum en hún hefur unnið mikið með samfélagi múslima á Íslandi. Henni kveðst blöskra þegar netverjar á samfélagsmiðlum og í athugasemda kerfum netmiðla réttlæta aðgerðir gegn flóttafólki og kveðst sjálf geta nefnt fjölmörg dæmi sem afsanni þá mýtu að flóttafólk sem komi hingað til lands geri ekkert til að aðlagast samfélaginu.

Anna Lára er verkefnisstjóri í móttöku kvótaflóttamanna hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins og var áður verkefnisstjóri Akranesdeildar Rauða kross Íslands.

„Í kommentakerfum fjölmiðla þennan sunnudaginn hef ég rekist á athugsemdir sem segja að reynslan af múslimum á Akranesi sé svo slæm að hún réttlæti fáránlega tilskipun Trump um að meina múslimum frá sjö ríkjum aðgöngu að Bandaríkjunum. Að allir sem þangað komu lifi á bótum og séu almennt óalandi og óferjandi,“ ritar hún í opinni færslu á facebook sem fengið hefur miklar undirtektir.

„Nú vill svo til að ég þekki þetta fólk og aðstæður þeirra nokkuð vel og veit að þessar alhæfingar standast ekki skoðun. Burtséð frá því að þó svo væri réttlætti það ekki þá skammsýni og heimsku sem Donald Trump gerist sekur um með þessum gjörningi.

Ég er til dæmis ekki viss um að fólkið á Höfða, þar sem ein úr þeim hópi vinnur, tæki undir þetta, enda sólargeisli í lífi margra íbúa á Höfða.

Ég er heldur ekki viss um að kennarar þeirra sem hafa útskrifast úr fjölbraut með glimrandi vitnisburð og ýmist stunda eða stefna á háskólanám myndu gera það.“

Þá nefnir Anna Lára einnig að þjálfarar ungs manns úr hópnum muni líklega ekki taka undir þessar alhæfingar, en sá drengur hefur lagt verulega hart að sér og er að sögn Önnu nú ein nú ein af vonarstjörnum Skagamanna í fótbolta.

„Eða kennarar þeirra sem enn stunda nám – t.d. í FVA og Tækniskólanum. Eða vinnuveitandi eins úr hópnum sem starfar sem túlkur í Reykjavík. Ég gæti haldið svona áfram – en læt það eiga sig,“ ritar Anna Lára jafnframt í pistli sínum um leið og spyr hvað fái einstaklinga til að tjá sig svo hispurslaust um málefni sem sé þeim ekki kunnugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra